Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær má gelda ketti?

Jón Már Halldórsson

Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar verði sem meðfærilegastir sem heimilisdýr er því oft nauðsynlegt að gelda þá.

Yfirleitt mæla dýralæknar með því að kettir hafi náð 5-6 mánaða aldri áður en þeir eru geldir. Við þennan aldur hafa þeir náð ákveðnum þroska án þess þó að vera orðnir fulltíða. Við geldingu verða ákveðnar breytingar á hegðun katta. Í fyrsta lagi breima þeir ekki en slíkt athæfi er sjaldan vinsælt meðal íbúa nágrennisins. Þeir eru ekki eins uppteknir við að verja svæði sitt og lenda því síður í átökum. Þess í stað eyða þeir meiri tíma á heimilinu og hafa tilhneigingu til þess að éta meira og fitna.

Það er því ágætur kostur fyrir heimilisköttinn að vera vanaður þar sem lífslíkur hans aukast og líkamlegu heilbrigði er betur borgið. Kettir sem ekki er búið að gelda slasast oft illa í átökum við aðra ketti og skapa sér mikillar óvinsældir meðal nágranna.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2005

Spyrjandi

Birna Grétarsdóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær má gelda ketti?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4829.

Jón Már Halldórsson. (2005, 10. mars). Hvenær má gelda ketti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4829

Jón Már Halldórsson. „Hvenær má gelda ketti?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4829>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær má gelda ketti?
Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar verði sem meðfærilegastir sem heimilisdýr er því oft nauðsynlegt að gelda þá.

Yfirleitt mæla dýralæknar með því að kettir hafi náð 5-6 mánaða aldri áður en þeir eru geldir. Við þennan aldur hafa þeir náð ákveðnum þroska án þess þó að vera orðnir fulltíða. Við geldingu verða ákveðnar breytingar á hegðun katta. Í fyrsta lagi breima þeir ekki en slíkt athæfi er sjaldan vinsælt meðal íbúa nágrennisins. Þeir eru ekki eins uppteknir við að verja svæði sitt og lenda því síður í átökum. Þess í stað eyða þeir meiri tíma á heimilinu og hafa tilhneigingu til þess að éta meira og fitna.

Það er því ágætur kostur fyrir heimilisköttinn að vera vanaður þar sem lífslíkur hans aukast og líkamlegu heilbrigði er betur borgið. Kettir sem ekki er búið að gelda slasast oft illa í átökum við aðra ketti og skapa sér mikillar óvinsældir meðal nágranna....