Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?

Gylfi Magnússon

Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk.

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta á að veita þeim sem eiga fé á innlánsreikningum í bönkum og sparisjóðum, eða eiga verðbréf í vörslu fjármálafyrirtækja, tryggingu upp að ákveðnu marki fyrir því að þeir tapi ekki fé vegna gjaldþrots viðkomandi fjármálafyrirtækis. Þau fjármálafyrirtæki sem eiga aðild að sjóðnum greiða í hann eftir ákveðnum reglum og á að nota það fé ef illa fer fyrir einhverju aðildarfyrirtækjanna. Þessi trygging er ekki fullkomin að því leyti að sú staða getur komið upp að eignir sjóðsins duga ekki fyrir öllum kröfum á hann.

Um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta gilda lög nr. 98 frá árinu 1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta og reglugerð nr. 120 frá árinu 2000 um sama efni. Sjóðurinn tók til starfa þann 1. janúar 2000 og leysti af hólmi eldra tryggingakerfi.

Auk þessa starfar sérstakur tryggingasjóður sparisjóða. Sparisjóðirnir reka hann í sameiningu og er honum ætlað að tryggja hagsmuni viðskiptavina þeirra.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.1.2003

Spyrjandi

Björn Björnsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2982.

Gylfi Magnússon. (2003, 2. janúar). Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2982

Gylfi Magnússon. „Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2982>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?
Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk.

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta á að veita þeim sem eiga fé á innlánsreikningum í bönkum og sparisjóðum, eða eiga verðbréf í vörslu fjármálafyrirtækja, tryggingu upp að ákveðnu marki fyrir því að þeir tapi ekki fé vegna gjaldþrots viðkomandi fjármálafyrirtækis. Þau fjármálafyrirtæki sem eiga aðild að sjóðnum greiða í hann eftir ákveðnum reglum og á að nota það fé ef illa fer fyrir einhverju aðildarfyrirtækjanna. Þessi trygging er ekki fullkomin að því leyti að sú staða getur komið upp að eignir sjóðsins duga ekki fyrir öllum kröfum á hann.

Um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta gilda lög nr. 98 frá árinu 1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta og reglugerð nr. 120 frá árinu 2000 um sama efni. Sjóðurinn tók til starfa þann 1. janúar 2000 og leysti af hólmi eldra tryggingakerfi.

Auk þessa starfar sérstakur tryggingasjóður sparisjóða. Sparisjóðirnir reka hann í sameiningu og er honum ætlað að tryggja hagsmuni viðskiptavina þeirra....