Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er eiginlega dragbítur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst dæmi frá miðri 19. öld.


Nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið kallast dragbítur.

Af þessari merkingu er leidd önnur sem algengari er í daglegu máli. Þá er dragbítur einhver maður, eða hópur manna, eða jafnvel stofnun sem hamlar framförum, stendur í vegi fyrir nauðsynlegu verki. Þá er talað um að þeir hinir sömu séu dragbítar á framkvæmdir, eðlileg viðskipti, þróun, hagvöxt svo eitthvað sé nefnt. Hugsunin er hin sama. Eitthvað truflar eðlilegan gang eins og naglinn sleðann eða bátinn.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ágæta ritstjórn. Stundum er sagt að eitthvað sé dragbítur, til dæmis á framgang máls eða einhverja framvindu. Hvað er dragbítur?

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.4.2010

Spyrjandi

Þorvaldur Vestmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er eiginlega dragbítur?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2010, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50243.

Guðrún Kvaran. (2010, 21. apríl). Hvað er eiginlega dragbítur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50243

Guðrún Kvaran. „Hvað er eiginlega dragbítur?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2010. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er eiginlega dragbítur?
Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst dæmi frá miðri 19. öld.


Nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið kallast dragbítur.

Af þessari merkingu er leidd önnur sem algengari er í daglegu máli. Þá er dragbítur einhver maður, eða hópur manna, eða jafnvel stofnun sem hamlar framförum, stendur í vegi fyrir nauðsynlegu verki. Þá er talað um að þeir hinir sömu séu dragbítar á framkvæmdir, eðlileg viðskipti, þróun, hagvöxt svo eitthvað sé nefnt. Hugsunin er hin sama. Eitthvað truflar eðlilegan gang eins og naglinn sleðann eða bátinn.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ágæta ritstjórn. Stundum er sagt að eitthvað sé dragbítur, til dæmis á framgang máls eða einhverja framvindu. Hvað er dragbítur?

Mynd:

...