Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2643 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur maður flogið?

Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið? Flugvélar haldast á loft...

category-iconStærðfræði

Hvernig skilgreinir maður hring?

Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...

category-iconBekkirnir spyrja

Hvernig verður maður til?

Við eigum svar við þessari spurningu eftir Þuríði Þorbjarnardóttur. Þú getur lesið svarið með því að smella hér. Við hvetjum einnig lesendur til að lesa eftirfarandi svör: Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?Er hið „örugga“ tímabil kvenna til?...

category-iconMálvísindi: almennt

Rennir maður frönskum rennilás?

Rennilás er ekki gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá því um miðja 20. öld. Í Íslenskri orðabók frá 1963 (bls. 524) er rennilás lýst þannig: 'tveir (málm)borðar með sérstökum útbúnaði til að loka opi, jöðrum á flík e.þ.h.' og virðist það í fyrsta sinn sem orðið kemst í orðabók. Franskur ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju svitnar maður?

Við svitnum ef okkur verður of heitt. Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þynnri yfirhúð, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóði...

category-iconHagfræði

Hvar fær maður kennitölu?

Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; ...

category-iconNæringarfræði

Hvernig kæsir maður skötu?

Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...

category-iconHeimspeki

Hvenær er maður gamall?

Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem við...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig skrifar maður bók?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig verður maður örverufræðingur?

Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7? Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal ...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um eldjallið Vesúvíus?

Eldfallið Vesúvíus rís fyrir ofan Napólíflóann. Það er 1.280 m hátt og er hugsanlega um 200.000 ára gamalt. Eitt þekktasta gos í fjallinu varð árið 79 e. Krist. Þá eyðilögðust borginar Pompei, Stabiae og Herculaneun. Um 2.000 manns létust í því gosi, þeirra á meðal fjölfræðingurinn Pliníus eldri (23-79 e. Krist.) ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?

Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins. *** Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...

Fleiri niðurstöður