Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiLögfræðiEf maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?
Meginreglan um ríkisborgararétt er að hvert ríki ræður því sjálft hverjir séu ríkisborgarar þess. Tveimur meginaðferðum er beitt við að ákveða skilyrði ríkisborgararéttar; jus soli sem felur í sér að sá sem fæðist í ákveðnu landi er ríkisborgari þess og jus sanguinis sem byggir á blóðtengslum og felur því í sér að menn fá ríkisborgararétt samkvæmt ætterni foreldra sinna. Íslenskur ríkisborgararéttur byggir í grunninn á jus sanguinis, það er ef að minnsta kosti annað foreldrið er íslenskt fær barnið íslenskan ríkisborgararétt, samkvæmt lögum 100/1952.
Það fer því eftir löggjöf Bandaríkjanna hvort þeir sem þar fæðast fái bandarískan ríkisborgararétt eða ekki. Í 14. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar segir:
All persons born or naturalized in the United States and subject to the jurisdiction thereof, are citizens of the United States and of the State wherein they reside…
Þessi regla myndi í lauslegri þýðingu útleggjast svona:
Allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum eða á svæðum sem lúta lögsögu Bandaríkjanna eða hafa öðlast þar ríkisborgararétt eru ríkisborgarar í Bandaríkjunum og í því ríki sem þeir hafa fasta búsetu…
Því er svarið við spurningunni í stuttu máli já, þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt. Þess má þó geta að víða er verið að reyna að sporna gegn því að fólk sé með tvöfaldan ríkisborgararétt, eins og getur til að mynda gerst þegar barn fæðist í Bandaríkjunum en á íslenska foreldra og býr aðeins í öðru landinu.
Árni Helgason. „Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4858.
Árni Helgason. (2005, 29. mars). Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4858
Árni Helgason. „Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4858>.