Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Rennir maður frönskum rennilás?

Guðrún Kvaran og Heiða María Sigurðardóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Rennilás er ekki gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá því um miðja 20. öld. Í Íslenskri orðabók frá 1963 (bls. 524) er rennilás lýst þannig: 'tveir (málm)borðar með sérstökum útbúnaði til að loka opi, jöðrum á flík e.þ.h.' og virðist það í fyrsta sinn sem orðið kemst í orðabók.

Franskur rennilás er enn yngri. Honum er vissulega ekki rennt og er heitið því ekki vel heppnað þótt það hafi fest við þessa lokunaraðferð. Í frönskum rennilás krækjast örsmáir krókar sem eru öðrum megin, við efnislykkur hinum megin. Til þess að opna lásinn þarf að rífa stykkin í sundur. Annað nafn á frönskum rennilás er riflás (myndað af sögninni rífa) og á það betur við en virðist ekki hafa náð útbreiðslu.


Myndin sýnir hvernigt örsmáir krókar öðrum megin á riflási krækjast í efnislykkjur hinum megin á honum.

Maðurinn á bak við hugmyndina að franska rennilásnum var Svisslendingurinn George de Mestral. Sagan segir að árið 1948 hafi hann farið í gönguferð með hundinn sinn og þegar hann kom heim tók hann eftir því að fræ með örsmáum krókum voru föst við buxnaskálmar hans og feld hundsins. Þá kviknaði hugmyndin að franska rennilásnum sem hann kallaði velcro, en nafnið er dregið af frönsku orðunum 'velour' (velúr) og 'crochet' (krókur).

Heimildir og mynd

  • The invention of Velcro: George de Mestral. About Inventors.
  • History. Velcro USA inc.
  • Höfundar

    Guðrún Kvaran

    prófessor

    Heiða María Sigurðardóttir

    prófessor við Sálfræðideild

    Útgáfudagur

    7.7.2005

    Spyrjandi

    Sindri Brjánsson

    Tilvísun

    Guðrún Kvaran og Heiða María Sigurðardóttir. „Rennir maður frönskum rennilás?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5117.

    Guðrún Kvaran og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 7. júlí). Rennir maður frönskum rennilás? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5117

    Guðrún Kvaran og Heiða María Sigurðardóttir. „Rennir maður frönskum rennilás?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5117>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Rennir maður frönskum rennilás?
    Rennilás er ekki gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá því um miðja 20. öld. Í Íslenskri orðabók frá 1963 (bls. 524) er rennilás lýst þannig: 'tveir (málm)borðar með sérstökum útbúnaði til að loka opi, jöðrum á flík e.þ.h.' og virðist það í fyrsta sinn sem orðið kemst í orðabók.

    Franskur rennilás er enn yngri. Honum er vissulega ekki rennt og er heitið því ekki vel heppnað þótt það hafi fest við þessa lokunaraðferð. Í frönskum rennilás krækjast örsmáir krókar sem eru öðrum megin, við efnislykkur hinum megin. Til þess að opna lásinn þarf að rífa stykkin í sundur. Annað nafn á frönskum rennilás er riflás (myndað af sögninni rífa) og á það betur við en virðist ekki hafa náð útbreiðslu.


    Myndin sýnir hvernigt örsmáir krókar öðrum megin á riflási krækjast í efnislykkjur hinum megin á honum.

    Maðurinn á bak við hugmyndina að franska rennilásnum var Svisslendingurinn George de Mestral. Sagan segir að árið 1948 hafi hann farið í gönguferð með hundinn sinn og þegar hann kom heim tók hann eftir því að fræ með örsmáum krókum voru föst við buxnaskálmar hans og feld hundsins. Þá kviknaði hugmyndin að franska rennilásnum sem hann kallaði velcro, en nafnið er dregið af frönsku orðunum 'velour' (velúr) og 'crochet' (krókur).

    Heimildir og mynd

  • The invention of Velcro: George de Mestral. About Inventors.
  • History. Velcro USA inc.
  • ...