Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hósti er kröftug skyndileg útöndun til að losa öndunarveginn við slím, vökva eða agnir. Hósti stafar af krampakenndum samdráttum í brjóstholi og fer oftast af stað vegna þess að slím hefur safnast fyrir.
Slímið er myndað af slímkirtlum í yfirborðsþekju öndunarvegarins. Í það festast agnir, til dæmis óhreinindi sem við öndum að okkur. Undir venjulegum kringumstæðum sjá bifhár þekjuvefjarins um að koma slími upp í kokið þar sem því er ýmist kyngt ofan í maga eða spýtt út úr munninum.
Þegar slímmyndun eykst, eins og við sýkingu í öndunarvegi eða ertingu, duga bifhárin stundum ekki og slímið safnast fyrir þar til hósti losar okkur við það. Hósti er einnig vakinn þegar fæðutugga berst óvart ofan í barka í stað vélinda vegna þess að barkalok hefur ekki lagst yfir barkann.
Heimildir og mynd:
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju hóstar maður?“ Vísindavefurinn, 15. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3730.
Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 15. september). Af hverju hóstar maður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3730