Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 211 svör fundust
Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...
Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?
Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...
Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?
Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...
Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?
Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og...
Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?
Fallhlífar um borð í geimförum sem lenda á Mars gegna því veigamikla hlutverki að draga úr hraða geimfarsins þegar það kemur inn til lendingar. Fallhlífin er ekki notuð í þyngdarleysinu úti í geimnum, heldur stuttu eftir að geimfarið kemur inn í lofthjúp plánetunnar, en þar er ekki þyngdarleysi. Lesendur Vísin...
Af hverju mega hvorki loftbólur komast í æðar né vatn í lungun?
Þegar loft kemst í blóðið og fer á flakk með blóðrásinni kallast það blóðrek lofts (e. air embolism). Komist loft í blóðrásina, til dæmis við skurðaðgerðir eða slys, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slys af þessu tagi er ef lungnavefurinn rofnar, til dæmis vegna áverka eftir hnífsstungu eða ...
Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæ...
Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...
Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á ...
Hvers konar mat eiga hlauparar og aðrir sem stunda íþróttir helst að borða?
Rétt mataræði getur skipt sköpum fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn, ekki síst þegar nær dregur keppni. Kolvetni eru oftast lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla st...
Af hverju fær maður ofnæmi?
Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...
Hvað er salmonella?
Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...
Hvað eru kransæðar?
Hjartavöðvinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, eru slagæðar sem kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Kransæðarnar eru hægri og vinstri kransæðar sem liggja og greinast um hjartahelmingana tvo. Þ...
Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?
Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...
Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?
Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár. Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili...