Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 187 svör fundust
Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á?
Orðið catwalk í ensku er notað um mjóan gangveg, mjóa göngubrú til dæmis yfir sviði í leikhúsi eða vélarrúmi í skipi. Það er einnig notað í merkingunni ‘sýningarpallur’ og er þá átt við gangbraut þá sem sýningarstúlkur ganga eftir á tískusýningum. Að kenna þessa mjóu gangvegi við ketti er vegna fimleika katt...
Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?
Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjö...
Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?
Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...
Má baða hunda og þá hve oft?
Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef...
Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?
Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...
Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?
Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...
Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?
Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum. Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi: Áfengi: Það g...
Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?
Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...
Má klippa veiðihár katta?
Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt. Í myrkri geta þau hjálpað þeim að smjúga um gróður án þess að lenda í vandræðum og rekast á fyrirstöður. Einnig veita þau kettinum mikilvægar upplýsingar um loftþrýsting og vindátt. Með því að fylgjast með veiðihárunum má einnig lesa úr skapgerð kattarin...
Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?
Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...
Hvað er hljóðlíking?
Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...
Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?
Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...
Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...
Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?
Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr? Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð ...
Hvernig er sjón laxa?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...