Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?

Jón Már Halldórsson

Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur?

Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svokölluðu „hærri“ apar, það er tegundir sem tilheyra ættinni Hominidae hafa hins vegar allar tíu tær og fingur.

Hendur og fætur á ýmsum prímötum auk (a) loppu dýrs af ættinni Tupaiidae. (b) hönd á simpansa, (c) hönd á pottapa, (d) hönd á vofuapa, (e) hönd á gibbonapa, (f) hönd á makakíapa, (g) fótur á górillu, (h) fótur á pottapa, (i) fótur á vofuapa og (j) fótur á bavíana. Myndirnar eru ekki teiknaðar í réttum hlutföllum.

Fjórtæðar hryggdýrategundir eru til að mynda fuglar og froskdýr. Kettir og hundar hafa fjórar tær á afturfótum, einnig flest önnur landrándýr. Þrítæðar spendýrategundir eru til dæmis nashyrningar og tvítæðir einstaklingar eru þekktir meðal spendýra, svo sem sauðfé, dádýr og nautgripir, og svo strútar meðal fugla.

Loks má nefna eintæðar tegundir, eins og hesta. Við vitum að tám hjá hestum hefur farið fækkandi í þróunarsögunni. Miohippus var forfaðir nútímahrossa og lifði fyrir um 36 milljónum ára. Hann hafði þrjár tær en eitthvað olli því að á langri vegferð í átt til nútímahrossa fækkaði þeim. Hestar hafa aðeins eina tá á hverjum fæti og við köllum þær hófa.

Um okkur mennina er það að segja, að talan fimm á hverjum útlim gæti verið eins konar „þróunarfræðileg tilviljun“. Eða að fimm tær og fingur séu tilkomnir vegna náttúruvals, sem beindist meðal annars að einhverju leyti að þróun gripsins hjá öpum. Þetta veit enginn fyrir víst, en kunnur þróunarfræðingur sagði að fimm fingur og fimm tær, væri hvorki of mikið né of lítið!

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2013

Spyrjandi

5. AMH í Hofsstaðaskóla

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64196.

Jón Már Halldórsson. (2013, 7. febrúar). Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64196

Jón Már Halldórsson. „Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?
Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur?

Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svokölluðu „hærri“ apar, það er tegundir sem tilheyra ættinni Hominidae hafa hins vegar allar tíu tær og fingur.

Hendur og fætur á ýmsum prímötum auk (a) loppu dýrs af ættinni Tupaiidae. (b) hönd á simpansa, (c) hönd á pottapa, (d) hönd á vofuapa, (e) hönd á gibbonapa, (f) hönd á makakíapa, (g) fótur á górillu, (h) fótur á pottapa, (i) fótur á vofuapa og (j) fótur á bavíana. Myndirnar eru ekki teiknaðar í réttum hlutföllum.

Fjórtæðar hryggdýrategundir eru til að mynda fuglar og froskdýr. Kettir og hundar hafa fjórar tær á afturfótum, einnig flest önnur landrándýr. Þrítæðar spendýrategundir eru til dæmis nashyrningar og tvítæðir einstaklingar eru þekktir meðal spendýra, svo sem sauðfé, dádýr og nautgripir, og svo strútar meðal fugla.

Loks má nefna eintæðar tegundir, eins og hesta. Við vitum að tám hjá hestum hefur farið fækkandi í þróunarsögunni. Miohippus var forfaðir nútímahrossa og lifði fyrir um 36 milljónum ára. Hann hafði þrjár tær en eitthvað olli því að á langri vegferð í átt til nútímahrossa fækkaði þeim. Hestar hafa aðeins eina tá á hverjum fæti og við köllum þær hófa.

Um okkur mennina er það að segja, að talan fimm á hverjum útlim gæti verið eins konar „þróunarfræðileg tilviljun“. Eða að fimm tær og fingur séu tilkomnir vegna náttúruvals, sem beindist meðal annars að einhverju leyti að þróun gripsins hjá öpum. Þetta veit enginn fyrir víst, en kunnur þróunarfræðingur sagði að fimm fingur og fimm tær, væri hvorki of mikið né of lítið!

Mynd: