Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má klippa veiðihár katta?

Jón Már Halldórsson

Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt. Í myrkri geta þau hjálpað þeim að smjúga um gróður án þess að lenda í vandræðum og rekast á fyrirstöður. Einnig veita þau kettinum mikilvægar upplýsingar um loftþrýsting og vindátt. Með því að fylgjast með veiðihárunum má einnig lesa úr skapgerð kattarins, til dæmis ef kötturinn leggur þau aftur, þá er hann í uppnámi.

Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt og því ætti alls ekki að klippa þau.

Vissulega vaxa veiðihár aftur ef þau eru klippt af eða þau stytt. Aftur á móti er ekki réttlætanlegt að klippa þau og ætti að flokka slíkt sem dýraníð. Ástæðan er sú að hæfni kattarins skerðist mjög og heftir hann þannig á ýmsa vegu.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.8.2012

Spyrjandi

Helga Laufey Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Má klippa veiðihár katta?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63047.

Jón Már Halldórsson. (2012, 27. ágúst). Má klippa veiðihár katta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63047

Jón Már Halldórsson. „Má klippa veiðihár katta?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63047>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má klippa veiðihár katta?
Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt. Í myrkri geta þau hjálpað þeim að smjúga um gróður án þess að lenda í vandræðum og rekast á fyrirstöður. Einnig veita þau kettinum mikilvægar upplýsingar um loftþrýsting og vindátt. Með því að fylgjast með veiðihárunum má einnig lesa úr skapgerð kattarins, til dæmis ef kötturinn leggur þau aftur, þá er hann í uppnámi.

Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt og því ætti alls ekki að klippa þau.

Vissulega vaxa veiðihár aftur ef þau eru klippt af eða þau stytt. Aftur á móti er ekki réttlætanlegt að klippa þau og ætti að flokka slíkt sem dýraníð. Ástæðan er sú að hæfni kattarins skerðist mjög og heftir hann þannig á ýmsa vegu.

Mynd:...