annar fór að strita og lapti dauða úr skel.Úr blaðinu Bjarka frá 1896 er eldra dæmi um að lepja dauðann úr krákuskel en krákuskel er annað heiti á kræklingi eins og bláskel:
taka þeir sjálfir krásirnar og láta verklýðinn lepa [svo] dauðann úr krákuskel.Þorvaldur Thoroddsen landfræðingur tilgreinir í Ferðabók sinni, III. bindi, þetta austfirska dæmi um krákuskelina notaða sem skeið:
lepja dauðann með krákuskel [Af.].Í Ritmálssafninu var þetta dæmi um bláskelina úr tímaritinu Eimreiðinni frá 1904:
Hann lepur sultinn og dauðann úr bláskel.Helgi Hálfdanarson, þýðandi og skáld, (1985: 222–223) skrifaði um orðasambandið að lepja dauðann úr krákuskel og hafnar því að skelin sé nefnd í sambandinu vegna smæðar sinnar „heldur vegna þess að hún er „matskeið“ af fátæklegasta tagi; nema vitnað sé til þess að kræklingur var talinn óætur, jafnvel eitraður.“ Heimildir og mynd:
- Helgi Hálfdanarson. 1985. Skynsamleg orð og skætingur. Ljóðhús, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 26.6.2023).
- Mytilus edulis (Atlantic blue mussel shell) (Bar Harbor, Maine, USA) 2.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar James St. John. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0) leyfi. (Sótt 4.7.2023).