Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1392 svör fundust
Hverjir voru forfeður Trójumanna?
Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...
Er rangt að segja „við förum erlendis“?
Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...
Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?
Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...
Hvað er framlegð?
Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...
Hvað er dramatúrgur?
Verksvið dramatúrga er tvíþætt; annars vegar starfa þeir sem listrænir ráðunautar við leikhús, og kallast þá gjarnan leiklistarráðunautar, hins vegar starfa þeir sem listrænir ráðgjafar leikstjóra við uppfærslur einstakra leiksýninga.Starf dramatúrgsins er tiltölulega nýtt í íslensku leikhúsi, en víða erlendis haf...
Er mögulegt að láta hluti fljúga og ferðast með því einu að nota segul og rafmagn?
Já, það nægir jafnvel að nota einungis segul eða einungis rafmagn. Hlutur þarf annaðhvort að vera hlaðinn eða skautaður, það er að segja með ójafnri hleðsludreifingu, til að hægt sé að nota rafmagn eða rafkrafta til að halda honum á lofti. Ef hlaðinn hlutur er settur í rafsvið leitast hann við að hreyfast eftir...
Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...
Hver fann upp flugvélina?
Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...
Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?
Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...
Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?
Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...
Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?
Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...
Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér? Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til...
Hvaða tungumál töluðu Föníkar?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:Hvaða tungumál töluðu Föníkar (er að reyna að skrifa ritgerð)?Fönikía nefndist semískt fornríki í Litlu-Asíu. Ríkið var á um 200 km langri sléttu fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem nú er Líbanon, Sýrland og Palestína. Fönikía sést hér við botn Miðjarðarhafs en gullituðu lan...
Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?
Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á þ...