Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er dramatúrgur?

Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Verksvið dramatúrga er tvíþætt; annars vegar starfa þeir sem listrænir ráðunautar við leikhús, og kallast þá gjarnan leiklistarráðunautar, hins vegar starfa þeir sem listrænir ráðgjafar leikstjóra við uppfærslur einstakra leiksýninga.
Starf dramatúrgsins er tiltölulega nýtt í íslensku leikhúsi, en víða erlendis hafa dramatúrgar lengi verið taldir ómissandi í starfsemi leikhúsa. Hlutur þeirra er meðal annars stór í leikhúslífi Þjóðverja og Frakka.

Dramatúrgar eru að jafnaði leikhúsfræðingar eða leiklistarfræðingar að mennt og hafa hlotið menntun sína í leikhúsfræðideildum háskóla. Þar læra þeir leiklistarsögu, lesa leikbókmenntir frá ólíkum tímum, kynna sér ýmsar stefnur í leiklist, leikstjórn og leikritun, takast á við að greina leikverk og leiksýningar og svo framvegis. Þeir stunda í sumum tilvikum einnig verklegt nám, meðal annars á sviði leikstjórnar eða handritsgerðar.

Sýningardramatúrgar starfa náið með leikstjórum einstakra sýninga við undirbúning og á æfingatímanum. Dramatúrginn safnar ýmsu efni sem nýst getur við undirbúning sýningarinnar og miðlar því til leikstjóra og annarra listamanna sem starfa við sýninguna. Dramatúrg og leikstjóri móta í sameiningu þá leið sem fara á í sviðsetningu leikritsins. Á æfingatímabilinu er dramatúrginn svo leikstjóranum til ráðgjafar. Tilhögun samstarfs dramatúrgs og leikstjóra ræðst þó fyrst og fremst af einstaklingunum, það er að segja því hvernig tiltekinn dramatúrg og leikstjóri kjósa að vinna saman. Til eru mörg dæmi þess að dramatúrg og leikstjóri starfi saman um lengri tíma að ólíkum leiksýningum, og þá oft við ólík leikhús. Einnig eru dæmi þess að dramatúrg og leikstjóri séu ráðnir til að stjórna leikhúsi, og gegna þeir þá saman starfi leikhússtjóra.

Leiklistarráðunautar leikhúsa veita listræna ráðgjöf og vinna fræðilega vinnu sem nýtast má við uppsetningar leiksýninga líkt og sýningardramatúrgar, en starf þeirra er ekki bundið við eina sýningu, heldur tengist það öllum verkefnum hvers leikárs og listrænni stefnumótun leikhússins. Líkt og gildir um starf sýningardramatúrgsins, þá getur starfsvið leiklistarráðunautarins verið ólíkt eftir einstaklingum og aðstæðum hverju sinni. Eitt af meginverkefnum hans er þó ávallt að taka þátt í verkefnavali, lesa leikrit sem berast og útvega handrit að nýjum eða eldri leikritum. Leiklistarráðunauturinn er þannig ráðgjafi leikhússtjóra varðandi verkefnaval. Einnig getur hann verið listrænn ráðgjafi hans á öðrum sviðum, og í sumum tilvikum starfar hann jafnhliða leikhússtjóra.

Leiklistarráðunauturinn er innlendum höfundum innan handar, hann les verk þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig megi þróa þau og bæta. Hann hefur einnig samstarf við þýðendur leikrita, les yfir þýðingar og þess háttar. Hann aðstoðar þá leikstjóra sem starfa án sýningardramatúrgs, meðal annars við gagnaöflun. Leiklistarráðunautur tekur gjarnan að sér að miðla fróðleik um þau leikverk sem sýnd eru í leikhúsinu, ekki einungis til listamannana, heldur einnig til almennings, meðal annars með fyrirlestrum og greinaskrifum, til dæmis í leikskrá. Leiklistarráðunautur er oft ritstjóri leikskrár. Auk ofantalinna verkefna sinnir leiklistarráðunautur ýmsum tilfallandi verkefnum, meðal annars hefur hann samstarf við kynningardeild leikhússins og sinnir ýmsum samskiptum við erlenda aðila.

Leikhúsritarar hafa starfað við íslensk leikhús um allangt skeið, og má segja að þeir hafi verið fyrirrennarar leiklistarráðunauta að ýmsu leyti, enda gegndu leikhúsfræðingar gjarnan starfi leikhúsritara. Eftir að starf leiklistarráðunautar varð til breyttist starf leikhúsritarans og vinnur hann nú einkum að kynningarmálum.

Hér á landi starfa nú leiklistarráðunautar við þrjú leikhús, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Útvarpsleikhúsið.


Mynd: Þjóðleikhúsið

Höfundur

leiklistarfræðingur við Þjóðleikhúsið

Útgáfudagur

11.8.2000

Spyrjandi

Rakel Brynjólfsdóttir

Tilvísun

Melkorka Tekla Ólafsdóttir. „Hvað er dramatúrgur?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=771.

Melkorka Tekla Ólafsdóttir. (2000, 11. ágúst). Hvað er dramatúrgur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=771

Melkorka Tekla Ólafsdóttir. „Hvað er dramatúrgur?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=771>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er dramatúrgur?
Verksvið dramatúrga er tvíþætt; annars vegar starfa þeir sem listrænir ráðunautar við leikhús, og kallast þá gjarnan leiklistarráðunautar, hins vegar starfa þeir sem listrænir ráðgjafar leikstjóra við uppfærslur einstakra leiksýninga.


Starf dramatúrgsins er tiltölulega nýtt í íslensku leikhúsi, en víða erlendis hafa dramatúrgar lengi verið taldir ómissandi í starfsemi leikhúsa. Hlutur þeirra er meðal annars stór í leikhúslífi Þjóðverja og Frakka.

Dramatúrgar eru að jafnaði leikhúsfræðingar eða leiklistarfræðingar að mennt og hafa hlotið menntun sína í leikhúsfræðideildum háskóla. Þar læra þeir leiklistarsögu, lesa leikbókmenntir frá ólíkum tímum, kynna sér ýmsar stefnur í leiklist, leikstjórn og leikritun, takast á við að greina leikverk og leiksýningar og svo framvegis. Þeir stunda í sumum tilvikum einnig verklegt nám, meðal annars á sviði leikstjórnar eða handritsgerðar.

Sýningardramatúrgar starfa náið með leikstjórum einstakra sýninga við undirbúning og á æfingatímanum. Dramatúrginn safnar ýmsu efni sem nýst getur við undirbúning sýningarinnar og miðlar því til leikstjóra og annarra listamanna sem starfa við sýninguna. Dramatúrg og leikstjóri móta í sameiningu þá leið sem fara á í sviðsetningu leikritsins. Á æfingatímabilinu er dramatúrginn svo leikstjóranum til ráðgjafar. Tilhögun samstarfs dramatúrgs og leikstjóra ræðst þó fyrst og fremst af einstaklingunum, það er að segja því hvernig tiltekinn dramatúrg og leikstjóri kjósa að vinna saman. Til eru mörg dæmi þess að dramatúrg og leikstjóri starfi saman um lengri tíma að ólíkum leiksýningum, og þá oft við ólík leikhús. Einnig eru dæmi þess að dramatúrg og leikstjóri séu ráðnir til að stjórna leikhúsi, og gegna þeir þá saman starfi leikhússtjóra.

Leiklistarráðunautar leikhúsa veita listræna ráðgjöf og vinna fræðilega vinnu sem nýtast má við uppsetningar leiksýninga líkt og sýningardramatúrgar, en starf þeirra er ekki bundið við eina sýningu, heldur tengist það öllum verkefnum hvers leikárs og listrænni stefnumótun leikhússins. Líkt og gildir um starf sýningardramatúrgsins, þá getur starfsvið leiklistarráðunautarins verið ólíkt eftir einstaklingum og aðstæðum hverju sinni. Eitt af meginverkefnum hans er þó ávallt að taka þátt í verkefnavali, lesa leikrit sem berast og útvega handrit að nýjum eða eldri leikritum. Leiklistarráðunauturinn er þannig ráðgjafi leikhússtjóra varðandi verkefnaval. Einnig getur hann verið listrænn ráðgjafi hans á öðrum sviðum, og í sumum tilvikum starfar hann jafnhliða leikhússtjóra.

Leiklistarráðunauturinn er innlendum höfundum innan handar, hann les verk þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig megi þróa þau og bæta. Hann hefur einnig samstarf við þýðendur leikrita, les yfir þýðingar og þess háttar. Hann aðstoðar þá leikstjóra sem starfa án sýningardramatúrgs, meðal annars við gagnaöflun. Leiklistarráðunautur tekur gjarnan að sér að miðla fróðleik um þau leikverk sem sýnd eru í leikhúsinu, ekki einungis til listamannana, heldur einnig til almennings, meðal annars með fyrirlestrum og greinaskrifum, til dæmis í leikskrá. Leiklistarráðunautur er oft ritstjóri leikskrár. Auk ofantalinna verkefna sinnir leiklistarráðunautur ýmsum tilfallandi verkefnum, meðal annars hefur hann samstarf við kynningardeild leikhússins og sinnir ýmsum samskiptum við erlenda aðila.

Leikhúsritarar hafa starfað við íslensk leikhús um allangt skeið, og má segja að þeir hafi verið fyrirrennarar leiklistarráðunauta að ýmsu leyti, enda gegndu leikhúsfræðingar gjarnan starfi leikhúsritara. Eftir að starf leiklistarráðunautar varð til breyttist starf leikhúsritarans og vinnur hann nú einkum að kynningarmálum.

Hér á landi starfa nú leiklistarráðunautar við þrjú leikhús, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Útvarpsleikhúsið.


Mynd: Þjóðleikhúsið...