Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rangt að segja „við förum erlendis“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunlega spurningin hljóðaði svona:

Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega verið mótmælt harðlega í góðra vina hópi. Í hvaða tilfellum er hægt að nota þetta orð. Takk fyrir.

Viðtekin venja er að líta á orðið erlendis sem staðaratviksorð, það er orð sem lýsir dvöl á stað. Í Íslenskri nútímamálsorðabók á vefnum málið.is segir til dæmis

erlendis atviksorð/atviksliður

í útlöndum

dóttir hennar stundar nám erlendis

Í Málfarsbankanum á sama vef stendur:

Atviksorðið erlendis merkir: í útlöndum. Það er því eðlilegt að segja dveljast erlendis en aftur á móti ekki „erlendis frá“ og „fara erlendis“. Fremur skyldi segja frá útlöndum og fara út (utan), fara til útlanda.

Atviksorðið erlendis merkir: í útlöndum. Það er því eðlilegt að segja dveljast erlendis en aftur á móti ekki „erlendis frá“ og „fara erlendis“.

Ýmis atviksorð í nútímamáli hafa viðliðinn -lendi eins og hérlendis, miðlendis, norðlendis, utanlendis, þarlendis sem benda til dvalar á stað (Guðrún Kvaran:25) en viðliðurinn þekktist einnig vel í fornu máli og þá einnig sem staðaratviksorð (Guðrún Kvaran:15).

Lýsing í Málfarsbankans er hin almennt viðurkennda þótt sambandið fara erlendis heyrist mjög oft. Í Íslenskri orðabók (2002:286) er sett sérstakt merki, !?, við merkinguna ‘í annað land, til annarra landa’ en um það segir (2002:xiii): „orð eða málatriði sem ekki nýtur fullrar viðurkenningar, telst ekki gott mál í venjulegu samhengi“.

Heimildir:

  • Guðrún Kvaran. 1990–1991. Um -is endingu atviksorða. Íslenskt mál og almenn málfræði 12.–13. árgangur, bls. 7–29.
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.9.2018

Spyrjandi

Ásta Pálína Ragnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er rangt að segja „við förum erlendis“?“ Vísindavefurinn, 4. september 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75943.

Guðrún Kvaran. (2018, 4. september). Er rangt að segja „við förum erlendis“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75943

Guðrún Kvaran. „Er rangt að segja „við förum erlendis“?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75943>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rangt að segja „við förum erlendis“?
Upprunlega spurningin hljóðaði svona:

Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega verið mótmælt harðlega í góðra vina hópi. Í hvaða tilfellum er hægt að nota þetta orð. Takk fyrir.

Viðtekin venja er að líta á orðið erlendis sem staðaratviksorð, það er orð sem lýsir dvöl á stað. Í Íslenskri nútímamálsorðabók á vefnum málið.is segir til dæmis

erlendis atviksorð/atviksliður

í útlöndum

dóttir hennar stundar nám erlendis

Í Málfarsbankanum á sama vef stendur:

Atviksorðið erlendis merkir: í útlöndum. Það er því eðlilegt að segja dveljast erlendis en aftur á móti ekki „erlendis frá“ og „fara erlendis“. Fremur skyldi segja frá útlöndum og fara út (utan), fara til útlanda.

Atviksorðið erlendis merkir: í útlöndum. Það er því eðlilegt að segja dveljast erlendis en aftur á móti ekki „erlendis frá“ og „fara erlendis“.

Ýmis atviksorð í nútímamáli hafa viðliðinn -lendi eins og hérlendis, miðlendis, norðlendis, utanlendis, þarlendis sem benda til dvalar á stað (Guðrún Kvaran:25) en viðliðurinn þekktist einnig vel í fornu máli og þá einnig sem staðaratviksorð (Guðrún Kvaran:15).

Lýsing í Málfarsbankans er hin almennt viðurkennda þótt sambandið fara erlendis heyrist mjög oft. Í Íslenskri orðabók (2002:286) er sett sérstakt merki, !?, við merkinguna ‘í annað land, til annarra landa’ en um það segir (2002:xiii): „orð eða málatriði sem ekki nýtur fullrar viðurkenningar, telst ekki gott mál í venjulegu samhengi“.

Heimildir:

  • Guðrún Kvaran. 1990–1991. Um -is endingu atviksorða. Íslenskt mál og almenn málfræði 12.–13. árgangur, bls. 7–29.
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd

...