Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 205 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?

Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...

category-iconTrúarbrögð

Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?

Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?

Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...

category-iconHagfræði

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?

Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...

category-iconHugvísindi

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

category-iconOrkumál

Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvað er jarðefnaeldsneyti mikill hluti af heildarorkunotkun á Íslandi? En í heiminum? Áður hefur verið fjallað um orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Þar má finna eftirfarandi töflu: Tafla 1: Orkunot...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?

Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?

Það er mjög einföld skýring á því hvaðan heitið Mona Lisa kemur. Nafngiftin birtist fyrst á prenti árið 1550, í riti ítalska listamannsins Giorgio Vasaris (1511-1574) um ævisögur listamanna. Í kafla um Leonardó da Vinci segir þetta: Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa s...

category-iconHagfræði

Af hverju fá konur lægri laun en karlar?

Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)?

Higgs-bóseindin er ein af þeim öreindum sem mynda hið viðtekna líkan öreindafræðinnar (e. the standard model), rétt eins og ljóseindir, rafeindir og kvarkar. Ólíkt rafeindum og kvörkum hefur Higgs-bóseindin þó aldrei sést í tilraunum og því er strangt til tekið ekki víst að hún sé til! Öllum öreindum má s...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?

Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...

category-iconHagfræði

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Fleiri niðurstöður