Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin var:

Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?

Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á vef landlæknis er stuttlega fjallað um dánarmeinaskrána. Þar kemur fram að tilgangur með henni sé að:

safna í eina skrá dánarorsökum hér á landi þar sem beitt er alþjóðlegum flokkunarkerfum til að kóða þau með samræmdum hætti. Skráin nýtist til þess að fylgjast með tíðni dánarmeina, til vöktunar á þróun þeirra hér á landi og með samanburði við önnur lönd.

Þegar um samanburð milli tíma eða á milli landa er að ræða þarf ávallt að túlka dánartölur með gát, meðal annars vegna mismunandi aldurssamsetningar og breytinga sem geta orðið á þeim alþjóðlegu reglum sem unnið er eftir við skráningu dánarorsaka.

Rafeindasmásjarmynd af inflúensuveirum A. Það sem af er 21. öldinni hafa skráð dánartilfelli þeirra sem eiga lögheimili á Íslandi, af völdum inflúensu, oftast verið færri en 10.

Tölfræði um dánarorsakir byggir á dánarvottorðum. Á þeim eru tilgreindir sjúkdómar, áverkar og kringumstæður sem valdið hafa dauða og er greining orsaka og skráning þeirra í höndum þeirra lækna sem að málinu koma. Þegar kemur að skráningu í dánarmeinaskrá er farið vandlega yfir hvert dánarvottorð og það skráð og kóðað samkvæmt gildandi útgáfu hins alþjóðlega flokkunarkerfis sjúkdóma (e. International Classification of Diseases, ICD).

Inflúensa er bráð veirusýking af völdum fjölskyldu veira sem kallast einu nafni inflúensuveirur. Veirunum er skipt í fjóra flokka sem kallast A, B, C og D en aðeins A og B valda faraldri, nánast á hverjum vetri. Svonefndur heimsfaraldur verður eingöngu af völdum inflúensu A. Inflúensa D veldur ekki sjúkdómi í mönnum og C veldur aðeins vægum veikindum.

Í dánarmeinaskrá hjá Embætti landlæknis eru þrír kóðar sem falla undir það sem spurt er um:
  • J09 Inflúensa af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru[1]
  • J10 Inflúensa af völdum greindrar inflúensuveiru
  • J11 Inflúensa, veira ekki greind

Samkvæmt upplýsingum úr dánarmeinaskránni létust 10 úr inflúensu á Íslandi árið 2018, fjögur þessara tilfella voru vegna árstíðabundinnar inflúensu, í fimm tilfellum var veira ekki greind og eitt tilfelli fellur undir flokkinn inflúensa af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru.

Árið 2017 voru dauðsföll af völdum inflúensu alls 18, helmingur þeirra af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru. Að þessum tveimur árum undanskildum hafa tilfellin verið innan við 10 á ári á þessari öld, með einni undantekningu þó, því árið 2005 voru þau 29 og öll flokkuð þannig að veira hafi ekki verið greind.

Tilvísun:
  1. ^ Súna er þýðing á hugtakinu 'zoonosis' eða 'zoonotic disease' en með því er átt við smitsjúkdóma sem berast úr dýrum í menn. Hjá Hagstofu Íslands er þessi flokkur nefndur: „Inflúensa af völdum greindrar fuglaflensuveiru.“

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.3.2020

Spyrjandi

Hákon Arnarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2020, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79010.

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 25. mars). Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79010

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2020. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Upprunalega spurningin var:

Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?

Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á vef landlæknis er stuttlega fjallað um dánarmeinaskrána. Þar kemur fram að tilgangur með henni sé að:

safna í eina skrá dánarorsökum hér á landi þar sem beitt er alþjóðlegum flokkunarkerfum til að kóða þau með samræmdum hætti. Skráin nýtist til þess að fylgjast með tíðni dánarmeina, til vöktunar á þróun þeirra hér á landi og með samanburði við önnur lönd.

Þegar um samanburð milli tíma eða á milli landa er að ræða þarf ávallt að túlka dánartölur með gát, meðal annars vegna mismunandi aldurssamsetningar og breytinga sem geta orðið á þeim alþjóðlegu reglum sem unnið er eftir við skráningu dánarorsaka.

Rafeindasmásjarmynd af inflúensuveirum A. Það sem af er 21. öldinni hafa skráð dánartilfelli þeirra sem eiga lögheimili á Íslandi, af völdum inflúensu, oftast verið færri en 10.

Tölfræði um dánarorsakir byggir á dánarvottorðum. Á þeim eru tilgreindir sjúkdómar, áverkar og kringumstæður sem valdið hafa dauða og er greining orsaka og skráning þeirra í höndum þeirra lækna sem að málinu koma. Þegar kemur að skráningu í dánarmeinaskrá er farið vandlega yfir hvert dánarvottorð og það skráð og kóðað samkvæmt gildandi útgáfu hins alþjóðlega flokkunarkerfis sjúkdóma (e. International Classification of Diseases, ICD).

Inflúensa er bráð veirusýking af völdum fjölskyldu veira sem kallast einu nafni inflúensuveirur. Veirunum er skipt í fjóra flokka sem kallast A, B, C og D en aðeins A og B valda faraldri, nánast á hverjum vetri. Svonefndur heimsfaraldur verður eingöngu af völdum inflúensu A. Inflúensa D veldur ekki sjúkdómi í mönnum og C veldur aðeins vægum veikindum.

Í dánarmeinaskrá hjá Embætti landlæknis eru þrír kóðar sem falla undir það sem spurt er um:
  • J09 Inflúensa af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru[1]
  • J10 Inflúensa af völdum greindrar inflúensuveiru
  • J11 Inflúensa, veira ekki greind

Samkvæmt upplýsingum úr dánarmeinaskránni létust 10 úr inflúensu á Íslandi árið 2018, fjögur þessara tilfella voru vegna árstíðabundinnar inflúensu, í fimm tilfellum var veira ekki greind og eitt tilfelli fellur undir flokkinn inflúensa af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru.

Árið 2017 voru dauðsföll af völdum inflúensu alls 18, helmingur þeirra af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru. Að þessum tveimur árum undanskildum hafa tilfellin verið innan við 10 á ári á þessari öld, með einni undantekningu þó, því árið 2005 voru þau 29 og öll flokkuð þannig að veira hafi ekki verið greind.

Tilvísun:
  1. ^ Súna er þýðing á hugtakinu 'zoonosis' eða 'zoonotic disease' en með því er átt við smitsjúkdóma sem berast úr dýrum í menn. Hjá Hagstofu Íslands er þessi flokkur nefndur: „Inflúensa af völdum greindrar fuglaflensuveiru.“

Heimildir:

Mynd:

...