Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á vef landlæknis er stuttlega fjallað um dánarmeinaskrána. Þar kemur fram að tilgangur með henni sé að:
safna í eina skrá dánarorsökum hér á landi þar sem beitt er alþjóðlegum flokkunarkerfum til að kóða þau með samræmdum hætti. Skráin nýtist til þess að fylgjast með tíðni dánarmeina, til vöktunar á þróun þeirra hér á landi og með samanburði við önnur lönd.Þegar um samanburð milli tíma eða á milli landa er að ræða þarf ávallt að túlka dánartölur með gát, meðal annars vegna mismunandi aldurssamsetningar og breytinga sem geta orðið á þeim alþjóðlegu reglum sem unnið er eftir við skráningu dánarorsaka.
- J09 Inflúensa af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru[1]
- J10 Inflúensa af völdum greindrar inflúensuveiru
- J11 Inflúensa, veira ekki greind
- ^ Súna er þýðing á hugtakinu 'zoonosis' eða 'zoonotic disease' en með því er átt við smitsjúkdóma sem berast úr dýrum í menn. Hjá Hagstofu Íslands er þessi flokkur nefndur: „Inflúensa af völdum greindrar fuglaflensuveiru.“
- Dánir eftir dánarorsökum (ICD-10), kyni og aldri 1996-2017 - Hagstofa Íslands. (Sótt 23.03.2020).
- Dánarorsakir - Embætti landlæknis. (Sótt 23.03.2020).
- Dánarmeinaskrá (Causes of Death Register) - Embætti landlæknis. (Sótt 23.03.2020).
- Dánir eftir dánarorsökum (ICD-10) 1996-2018 - Embætti landlæknis (Excelskjal sótt 23.03.2020).
- ICD-10: Block J09-J18. (Sótt 25.03.2020).
- Influenza A virus - Wikipedia. (Sótt 25.03.2020).