Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?

ÍDÞ

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er jarðefnaeldsneyti mikill hluti af heildarorkunotkun á Íslandi? En í heiminum?

Áður hefur verið fjallað um orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Þar má finna eftirfarandi töflu:

Tafla 1: Orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum miðað við árið 2014.

Orkugjafi
Hlutfall
Jarðvarmi
69,1%
Vatnsafl
17,8%
Olía
11,9%
Kol
1,3%
Samtals:
100,0%

Hátt hlutfall jarðvarma má skýra með víðtækri notkun hans við húshitun. Á töflu 1 sést enn fremur að hlutfall jarðefnaeldsneytis (olía og kol) er 13,2%.

Rúmlega 80% af þeirri orku sem notuð er í heiminum á uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti.

Ef litið er á heiminn allan má segja að þessu sé öfugt farið. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðabankanum (e. The World Bank) var hlutfall jarðefnaeldsneytis (e. fossil fuel, það er olía, kol og jarðgas) árið 2013 81,2%. 8,7% kom frá endurnýjanlegu eldsneyti og eldsneyti sem unnið er úr úrgangi (e. combustible renewables and waste). Það sem eftir stendur (8,6%) kom frá endurnýjanlegum orkugjöfum (til dæmis vatnsafli, jarðvarma, sólar- og vindorku) og kjarnorku. Þetta má sjá á töflu 2.

Tafla 2: Orkunotkun í heiminum eftir orkugjöfum miðað við árið 2013.

Orkugjafi
Hlutfall
Jarðefnaeldsneyti
81,2%
Endurnýjanlegt eldsneyti
og eldsneyti unnið úr úrgangi
8,7%
Endurnýjanlegir orkugjafar
og kjarnorka
8,6%
Samtals:
100,0%

Þrátt fyrir að menn hafi lengi vitað um neikvæð áhrif jarðefnaeldsneytis á loftslag á jörðinni, þá hefur hlutfall þess haldist óbreytt ef skoðaður er samanburður á árunum 1990 og 2013. Árið 1990 var hlutfallið 80,8% en eins og áður segir var það 81,2% árið 2013.

Vert er að benda á svar sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum? Þar kemur fram að 66,4% af heildarraforkuframleiðslunni kemur frá jarðefnaeldsneyti.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.10.2017

Spyrjandi

Stefán Jónsson

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?“ Vísindavefurinn, 10. október 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29841.

ÍDÞ. (2017, 10. október). Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29841

ÍDÞ. „Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29841>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Hvað er jarðefnaeldsneyti mikill hluti af heildarorkunotkun á Íslandi? En í heiminum?

Áður hefur verið fjallað um orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Þar má finna eftirfarandi töflu:

Tafla 1: Orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum miðað við árið 2014.

Orkugjafi
Hlutfall
Jarðvarmi
69,1%
Vatnsafl
17,8%
Olía
11,9%
Kol
1,3%
Samtals:
100,0%

Hátt hlutfall jarðvarma má skýra með víðtækri notkun hans við húshitun. Á töflu 1 sést enn fremur að hlutfall jarðefnaeldsneytis (olía og kol) er 13,2%.

Rúmlega 80% af þeirri orku sem notuð er í heiminum á uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti.

Ef litið er á heiminn allan má segja að þessu sé öfugt farið. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðabankanum (e. The World Bank) var hlutfall jarðefnaeldsneytis (e. fossil fuel, það er olía, kol og jarðgas) árið 2013 81,2%. 8,7% kom frá endurnýjanlegu eldsneyti og eldsneyti sem unnið er úr úrgangi (e. combustible renewables and waste). Það sem eftir stendur (8,6%) kom frá endurnýjanlegum orkugjöfum (til dæmis vatnsafli, jarðvarma, sólar- og vindorku) og kjarnorku. Þetta má sjá á töflu 2.

Tafla 2: Orkunotkun í heiminum eftir orkugjöfum miðað við árið 2013.

Orkugjafi
Hlutfall
Jarðefnaeldsneyti
81,2%
Endurnýjanlegt eldsneyti
og eldsneyti unnið úr úrgangi
8,7%
Endurnýjanlegir orkugjafar
og kjarnorka
8,6%
Samtals:
100,0%

Þrátt fyrir að menn hafi lengi vitað um neikvæð áhrif jarðefnaeldsneytis á loftslag á jörðinni, þá hefur hlutfall þess haldist óbreytt ef skoðaður er samanburður á árunum 1990 og 2013. Árið 1990 var hlutfallið 80,8% en eins og áður segir var það 81,2% árið 2013.

Vert er að benda á svar sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum? Þar kemur fram að 66,4% af heildarraforkuframleiðslunni kemur frá jarðefnaeldsneyti.

Heimildir:

Mynd:

...