Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1211 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

category-iconLæknisfræði

Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?

Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconLæknisfræði

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Í tóbaksreyk eru yfir sjö þúsund mismundandi efnasambönd, bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni. Gera þarf greinamun á:efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnarefnum sem bætt er í tóbak við vinnsluefnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við br...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er þriðja stigs jafna leyst án þess að nota tölvu?

Þeir sem hafa lært einhverja stærðfræði í framhaldsskóla muna örugglega eftir því að hafa lært að leysa jöfnur af gerðinni a x2 + b x + c = 0, þar sem tölurnar a, b og c eru einhverjar rauntölur sem eru kallaðar stuðlar jöfnunnar. Jöfnur af þessu tagi eru annars stigs jöfnur, nefndar eftir hæsta veldinu á óþekktu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er regla Pýþagórasar sönnuð?

Allir sem hafa verið í grunnskóla kannast við reglu Pýþagórasar sem fjallar um lengdir hliðanna í rétthyrndum þríhyrningi. Ef þessar lengdir eru a, b og c, þar sem c er lengsta hliðin, þá gildir að a2 + b2 = c2. Hins vegar hafa færri séð hvernig þessi regla er sönnuð, sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess...

category-iconUmhverfismál

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru eldgos flokkuð?

Í mörgum eldgosum breytast goshættir með tíma. Þau geta til dæmis byrjað sem sprengigos, síðan orðið að blandgosi og endað sem hreinræktuð flæðigos. Því þarf að fara varlega í að skipa einstökum gosum í flokka, þótt vissulega sé ákveðin gerð gosvirkni oft ríkjandi allan tímann. Af eiginleikum kvikunnar skiptir efn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin stór?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Hver eru einkenni hennar?

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Áður fyrr greindu læknar oft sykursýki með því að bragða á þvagi sjúklinga. Sætt bragð var sterk vísbending um sykur í þvagi og lýsir það í raun vel því sem er að gerast í líkamanum; blóðsykur hækkar. Raunverulegur vettvangur sykursýki er ekki innan fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru tvinntölurnar til í raun og veru?

Tölurnar sem við notum skiptast í mismunandi flokka eða mengi sem eru misgömul í hugmyndasögunni. Elstar eru þær sem við köllum náttúrlegar tölur: 1, 2, 3 og svo framvegis. Þær hafa vafalítið fylgt mönnum frá örófi alda. Löngu áður en sögur hófust hafa menn viljað lýsa fjölda ýmissa hluta kringum sig og notað til ...

Fleiri niðurstöður