Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 323 svör fundust
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...
Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?
Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig: Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast...
Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?
Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...
Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?
Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...
Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?
Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefn...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Sjá fiskar vatn?
Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?
Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...
Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?
Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...
Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hvað eru hveitibjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...