Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum?Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hingað bárust á þessum tíma hross (Equus ferus caballus), nautgripir (Bos taurus), sauðfé (Ovis aries), geitur (Capra hircus), svín (Sus domesticus), hænsnfuglar (Gallus gallus domesticus) og hundar (Canis lupus familiaris), auk þess kettir og mýs. Þetta er stutt bæði með umfjöllun í fornritum og með niðurstöðum greininga á dýrabeinasöfnum.[2] Í Landnámu segir til að mynda: „Ingimundi hurfu svín tíu ok fundust annat haust í Svínadal, ok var þá hundrað svína.“ Og um búskap Geirmundar Heljarskinns segir í sömu heimild: „Hann var vellauðigr at lausafé ok hafði of kvikfjár. Svá segja menn, at svín hans gengi á Svínanesi.“[3]
- ^ Ebenesersdóttir o.fl. 2018; Plomp o.fl. 2023.
- ^ Dugmore o.fl. 2012; Brewington o.fl. 2015.
- ^ “Landnámabók – Heimskringla. No,” n.d.
- ^ Brewington o.fl. 2015.
- ^ Gunnar Karlsson 2009.
- ^ Oddur Einarsson 1971.
- Brewington, Seth, Megan Hicks, Ágústa Edwald, Árni Einarsson, Kesara Anamthawat-Jónsson, Gordon Cook, Philippa Ascough, o.fl. 2015. Islands of change vs. islands of disaster: Managing pigs and birds in the Anthropocene of the North Atlantic. The Holocene 25 (10): 1676–84.
- Campana, M. G., T. McGovern, og T. Disotell. 2014. Evidence for Differential Ancient DNA Survival in Human and Pig Bones from the Norse North Atlantic. International Journal of Osteoarchaeology 24 (6): 704–8.
- Dugmore, Andrew J., Thomas H. McGovern, Orri Vésteinsson, Jette Arneborg, Richard Streeter, og Christian Keller. 2012. Cultural Adaptation, Compounding Vulnerabilities and Conjunctures in Norse Greenland. Proceedings of the National Academy of Sciences 109 (10): 3658–63. https://doi.org/10.1073/pnas.1115292109.
- Ebenesersdóttir, S. Sunna, Marcela Sandoval-Velasco, Ellen D. Gunnarsdóttir, Anuradha Jagadeesan, Valdís B. Guðmundsdóttir, Elísabet L. Thordardóttir, Margrét S. Einarsdóttir, o.fl. 2018. Ancient Genomes from Iceland Reveal the Making of a Human Population. Science 360 (6392): 1028–32.
- Frantz, Laurent A. F., James Haile, Audrey T. Lin, Amelie Scheu, Christina Geörg, Norbert Benecke, Michelle Alexander, o.fl. 2019.Ancient Pigs Reveal a Near-Complete Genomic Turnover Following Their Introduction to Europe. Proceedings of the National Academy of Sciences 116 (35): 17231–38.
- Gunnar Karlsson. 2009. Lífsbjörg íslendinga frá 10. öld til 16. aldar. Háskólaútgáfan.
- Landnámabók – Heimskringla. e.d. sótt 1. febrúar 2024.
- Oddur Einarsson. 1971. Íslandslýsing. Menningarsjóður.
- Linderöd pigs. Alpacka & Älg Ekofarm í Hultet. (Sótt 5.2.2024).