Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1263 svör fundust
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?
Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...
Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?
Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni. Nokkur útlitsmunur er þó á þessum laxfiskum. Laxinn er nokkru stærri en urriðinn en urriðinn er aftur á móti gildari, með stærri haus og stirtlan er styttri og sverari. Urriðinn er einnig stórmynntari og nær kjaftbeinið...
Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð?
Aðmírálsfiðrildi eru nokkrar tegundir innan ættarinnar nymphalidae (Lepidoptera). Þetta eru hraðfleyg skordýr og mjög í uppáhaldi hjá söfnurum vegna þess hversu litskrúðug þau eru. Að öllum líkindum er rauði aðmírállinn (Vanessa atalanta) kunnast af þessum fiðrildum vegna þess hversu mikla útbreiðslu það hefur. Þa...
Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?
Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...
Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...
Hvað bendir til þess brennan í Njálu sé sönn?
Það hefur oft verið grafið á Bergþórshvoli og þar hafa fundist brunarústir. Svo virðist sem bærinn á staðnum hafi brunnið nokkrum sinnum og þess vegna er er alls ekki ólíklegt að bruninn í Njáls sögu hafi í raun og veru átt sér stað. Hægt er að lesa meira um Njáls sögu á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:...
Hvernig getur maður vitað að það sem skrifað hefur verið í sögubækur, til dæmis um seinni heimsstyrjöldina, sé fullkomlega satt?
Við getum ekki verið alveg viss um að það sem standi í sögubókum sé fullkomlega satt þar sem það getur verið umdeilanlegt hvað sé 'fullkomlega satt' og hvað ekki. Við höfum áður svarað ýmsum spurningum lesenda um svipað efni og látum nú nægja að benda á þau:Hvað er sannleikur? eftir Jón ÓlafssonHvernig get ég v...
Hver fann upp táknmálið?
Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...
Er Lagarfljótsormurinn til?
Sagan um Lagarfljótsorminn er rúmlega 650 ára gömul en ormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Þannig má gera ráð fyrir því að ormurinn væri enn eldri hefði hann verið til. Lagarfljótsormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Allar lífverur á jörðinni deyja á endanum en ekkert dýr hefur náð hærri aldri ...
Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?
Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...
Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?
Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu: Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sam...
Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?
Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?
Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami. Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum...