Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp táknmálið?

MBS

Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:
Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur sérstakt fyrir hvert land. Í sumum löndum er jafnvel mállýskumunur á táknmáli milli landsvæða. Skyldleiki táknmálanna er oft ólíkur skyldleika raddmálanna í viðkomandi löndum. Til dæmis er bandaríska táknmálið talið töluvert skylt því franska en nánast ekkert skylt því enska.

Skráðar upplýsingar um táknmálið sem samskiptaform ná aftur til 16. aldar. Vitað er að á 17. öld var byrjað að kenna heyrnarlausum staðlað táknmál á Ítalíu og á 18. öld í Frakklandi.

Táknmál er alls ekki eins um allan heim. Hér má bresk tákn fyrir bókstafi frá um það bil 1825.

Árið 1755 stofnaði Abbé Charles-Michel de l'Épée (1712-1789) fyrsta skólann fyrir heyrnarlausa í París. Þar notaði hann í grunninn táknmál sem þegar var til meðal heyrnarlausra á götum Parísarborgar. Þetta táknmál þróaðist síðan í franska táknmálið eins og það er nú.

Einn útskriftarnema hans, Laurent Clerc (1785-1869), fór til Bandaríkjanna og stofnaði fyrsta skólann fyrir heyrnarlausa þar í landi. Skólinn var stofnaður 15. apríl 1817 í Hartford, Conneticut. Skólinn er enn starfandi í dag og þykir vera vagga táknmáls og menningar heyrnarskertra Bandaríkjamanna.

Þróun táknmáls og líf heyrnarskertra beið þó mikla hnekki þegar sú ákvörðun var tekin á alþjóðlegu þingi kennara heyrnarlausra í Mílanó að banna notkun táknmáls. Á þessum tíma voru uppi hugmyndir um að táknmál væri slæmt fyrir börn og drægi úr talþroska þeirra. Talið var betra að þau reyndu að læra að tala og lesa af vörum. Þetta hafði víðtæk áhrif á samfélag heyrnarskertra um allan heim og varð til þess að auka einangrun þeirra enn frekar. Táknmálsbannið stóð í 100 ár, en táknmál varð til dæmis ekki vel sýnilegt á Íslandi fyrr en um 1986. Nánar má lesa um þetta í svari Júlíu G. Hreinsdóttur við spurningunni: Hvernig hefur táknmálsmenntun heyrnarlausra verið háttað?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

10.10.2006

Síðast uppfært

3.8.2022

Spyrjandi

Elísabet Atladóttir, f. 1994

Tilvísun

MBS. „Hver fann upp táknmálið?“ Vísindavefurinn, 10. október 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6293.

MBS. (2006, 10. október). Hver fann upp táknmálið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6293

MBS. „Hver fann upp táknmálið?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6293>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp táknmálið?
Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:

Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur sérstakt fyrir hvert land. Í sumum löndum er jafnvel mállýskumunur á táknmáli milli landsvæða. Skyldleiki táknmálanna er oft ólíkur skyldleika raddmálanna í viðkomandi löndum. Til dæmis er bandaríska táknmálið talið töluvert skylt því franska en nánast ekkert skylt því enska.

Skráðar upplýsingar um táknmálið sem samskiptaform ná aftur til 16. aldar. Vitað er að á 17. öld var byrjað að kenna heyrnarlausum staðlað táknmál á Ítalíu og á 18. öld í Frakklandi.

Táknmál er alls ekki eins um allan heim. Hér má bresk tákn fyrir bókstafi frá um það bil 1825.

Árið 1755 stofnaði Abbé Charles-Michel de l'Épée (1712-1789) fyrsta skólann fyrir heyrnarlausa í París. Þar notaði hann í grunninn táknmál sem þegar var til meðal heyrnarlausra á götum Parísarborgar. Þetta táknmál þróaðist síðan í franska táknmálið eins og það er nú.

Einn útskriftarnema hans, Laurent Clerc (1785-1869), fór til Bandaríkjanna og stofnaði fyrsta skólann fyrir heyrnarlausa þar í landi. Skólinn var stofnaður 15. apríl 1817 í Hartford, Conneticut. Skólinn er enn starfandi í dag og þykir vera vagga táknmáls og menningar heyrnarskertra Bandaríkjamanna.

Þróun táknmáls og líf heyrnarskertra beið þó mikla hnekki þegar sú ákvörðun var tekin á alþjóðlegu þingi kennara heyrnarlausra í Mílanó að banna notkun táknmáls. Á þessum tíma voru uppi hugmyndir um að táknmál væri slæmt fyrir börn og drægi úr talþroska þeirra. Talið var betra að þau reyndu að læra að tala og lesa af vörum. Þetta hafði víðtæk áhrif á samfélag heyrnarskertra um allan heim og varð til þess að auka einangrun þeirra enn frekar. Táknmálsbannið stóð í 100 ár, en táknmál varð til dæmis ekki vel sýnilegt á Íslandi fyrr en um 1986. Nánar má lesa um þetta í svari Júlíu G. Hreinsdóttur við spurningunni: Hvernig hefur táknmálsmenntun heyrnarlausra verið háttað?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....