Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur sérstakt fyrir hvert land. Í sumum löndum er jafnvel mállýskumunur á táknmáli milli landsvæða. Skyldleiki táknmálanna er oft ólíkur skyldleika raddmálanna í viðkomandi löndum. Til dæmis er bandaríska táknmálið talið töluvert skylt því franska en nánast ekkert skylt því enska.Skráðar upplýsingar um táknmálið sem samskiptaform ná aftur til 16. aldar. Vitað er að á 17. öld var byrjað að kenna heyrnarlausum staðlað táknmál á Ítalíu og á 18. öld í Frakklandi.
- Rannveig Sverrisdóttir. 2005. Táknmál – tungumál heyrnarlausra. Málfríður. 21 (1): 14-19, malfridur.ismennt.is
- Wikipedia Encyclopedia
- Mynd: Hands showing the sign language alphabet. Coloured etching - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International (CC BY 4.0) leyfi. (Sótt 3.8.2022).
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.