Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 878 svör fundust

category-iconHeimspeki

Eru ósannar fullyrðingar fleiri en sannar? Er til sönn fullyrðing fyrir hverja ósanna? Er hægt að ljúga meiru heldur en segja satt?

Til sérhverrar fullyrðingar, F, svarar önnur, nefnilega fullyrðingin "Það er ekki satt að F" (eða einfaldlega "ekki-F"), sem er sönn þá og því aðeins að F sé ósönn, það er að segja ef F er sönn, þá er ekki-F ósönn, og ef ekki-F er sönn, þá er F ósönn. Því hljóta sannar fullyrðingar að vera nákvæmlega jafnmargar og...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?

Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sin...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er flatarmál jarðarinnar?

Flatarmál jarðarinnar er um það bil 511.186.000 ferkílómetrar. Á síðunni The Nine Planets er hægt að sjá að þvermál jarðarinnar er 12.756 kílómetrar. Til að finna flatarmálið þarf að finna þvermálið í öðru veldi og margfalda það með tölunni p (pí) sem er hér um bil 3,14. Samkvæmt þessu er flatarmál jarðarinnar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...

category-iconVísindi almennt

Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?

Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni E...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?

Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda?

Krían ferðast um það bil 70.000 km á ári. Krían flýgur lengst allra fugla! Á allri ævi sinni fljúga kríur um það bil sömu vegalengd og til tunglsins og aftur til baka. Þegar kríurnar eru á flugi til heitu landanna og aftur til baka þá bæði sofa þær og nærast á flugi. Þær vilja alls ekki blotna. Kríur éta smáa...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?

Svarið er eiginlega það að þeir geta ekki annað! Sólkerfið varð til úr gríðarlegu skýi úr gasi og ryki. Í þessu skýi var snúningur sem við köllum hverfiþunga og er svipaður því sem gerist kringum lægðir í lofthjúpnum. Skautadrottning sem snýst um sjálfa sig hefur líka hverfiþunga en hann er margfeldið af massa,...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?

Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri ky...

category-iconHugvísindi

Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er atómmassaeining?

Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi. Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er tá...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?

Eðallofttegundirnar eru sjö talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe), radon (Rn) og frumefni númer 118 (Uuo) en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Eðallofttegundirnar eru í 18. flokki lotuker...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Cohen-heilkenni?

Cohen-heilkenni er ástand sem stafar af víkjandi stökkbreytingu á litningi átta sem er einn af líkamslitningunum. Til að heilkennið komi fram þarf barn að erfa stökkbreytta genið frá báðum foreldrum. Ekki er vitað hvaða prótín þetta gen geymir upplýsingar um en það er gallað eða óstarfhæft í einstaklingum með Cohe...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

Fleiri niðurstöður