Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er atómmassaeining?

Emelía Eiríksdóttir

Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi.

Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er táknuð með mu og eining þess táknuð með amu eða u. Einingin dalton er notuð í sama tilgangi og táknuð með Da. Hún er mikið notuð þegar fjallað er um stærð prótína. Einingarnar amu, u og Da eru ekki hluti af metrakerfinu (SI-einingakerfinu) en atómmassaeiningin er einmitt notuð til þæginda svo ekki þurfi sífellt að vinna með stórar tölur SI-kerfisins.

Um atómmassaeininguna gildir eftirfarandi:\[1 u = 1,660538782\cdot 10^{-27} kg = 1,660538782\cdot 10^{-24} g\]Þetta þýðir að róteind hefur massann 1,007277 amu, nifteind hefur massann 1,008665 amu og rafeind hefur massann 0,000549 amu.

Atómmassaeiningin á sér þónokkra sögu. Fyrstu hugmyndina að atómmassaeiningunni átti enski efnafræðingurinn John Dalton (1766-1844) árið 1803 en hann vildi skilgreina massa vetnisatóms sem 1 amu. Hugmyndin að nota massa ákveðins atóms sem staðal hlaut góðan hljómgrunn meðal annarra vísindamanna en flestir vildu nota þyngra atóm til að minnka skekkju í mælingum. Í kringum 1850 fóru vísindamenn að nota súrefnisatóm sem staðal fyrir atómmassaeininguna. Massi súrefnis var skilgreindur sem 16 og atómmassaeiningin því 1/16 af massa súrefnis.

Náttúrlegt súrefni samanstendur af samsætunum 16, 17 og 18.

Árið 1929 uppgötvuðu bandarísku efnafræðingarnir William F. Giauque (1895-1982) og Herrick L. Johnston (1898-1965) að náttúrlegt súrefni samanstendur af samsætunum 16, 17 og 18. Hófu þá efnafræðingar og eðlisfræðingar að nota sitt hvora skilgreininguna á atómmassaeiningunni. Eðlisfræðingar miðuðu við 1/16 af massa súrefnis-16 samsætunnar en efnafræðingar héldu áfram að miða við 1/16 af meðalmassa súrefnisfrumeindar, sem var reiknaður út frá öllum samsætum súrefnis. Núverandi skilgreining hefur hins vegar verið við lýði síðan 1961 eftir yfirlýsingu þess efnis frá Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta eðlisfræði (IUPAP) og sams konar samtaka í efnafræði (IUPAC). Tengsl milli núverandi skilgreiningar og þeirrar gömlu er eftirfarandi:

\[1 u = 1,0003179 amu (IUPAP) = 1,000043 amu (IUPAC)\] Strangt til tekið á atomic mass unit og eining þess amu við um skilgreininguna fyrir 1961 og unified atom mass unit og eining þess u við skilgreininguna eftir 1961. Einingarnar amu og u eru þó oft báðar notaðar í dag og eiga þá við um núverandi skilgreiningu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.8.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er atómmassaeining?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65619.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 19. ágúst). Hvað er atómmassaeining? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65619

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er atómmassaeining?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65619>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er atómmassaeining?
Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi.

Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er táknuð með mu og eining þess táknuð með amu eða u. Einingin dalton er notuð í sama tilgangi og táknuð með Da. Hún er mikið notuð þegar fjallað er um stærð prótína. Einingarnar amu, u og Da eru ekki hluti af metrakerfinu (SI-einingakerfinu) en atómmassaeiningin er einmitt notuð til þæginda svo ekki þurfi sífellt að vinna með stórar tölur SI-kerfisins.

Um atómmassaeininguna gildir eftirfarandi:\[1 u = 1,660538782\cdot 10^{-27} kg = 1,660538782\cdot 10^{-24} g\]Þetta þýðir að róteind hefur massann 1,007277 amu, nifteind hefur massann 1,008665 amu og rafeind hefur massann 0,000549 amu.

Atómmassaeiningin á sér þónokkra sögu. Fyrstu hugmyndina að atómmassaeiningunni átti enski efnafræðingurinn John Dalton (1766-1844) árið 1803 en hann vildi skilgreina massa vetnisatóms sem 1 amu. Hugmyndin að nota massa ákveðins atóms sem staðal hlaut góðan hljómgrunn meðal annarra vísindamanna en flestir vildu nota þyngra atóm til að minnka skekkju í mælingum. Í kringum 1850 fóru vísindamenn að nota súrefnisatóm sem staðal fyrir atómmassaeininguna. Massi súrefnis var skilgreindur sem 16 og atómmassaeiningin því 1/16 af massa súrefnis.

Náttúrlegt súrefni samanstendur af samsætunum 16, 17 og 18.

Árið 1929 uppgötvuðu bandarísku efnafræðingarnir William F. Giauque (1895-1982) og Herrick L. Johnston (1898-1965) að náttúrlegt súrefni samanstendur af samsætunum 16, 17 og 18. Hófu þá efnafræðingar og eðlisfræðingar að nota sitt hvora skilgreininguna á atómmassaeiningunni. Eðlisfræðingar miðuðu við 1/16 af massa súrefnis-16 samsætunnar en efnafræðingar héldu áfram að miða við 1/16 af meðalmassa súrefnisfrumeindar, sem var reiknaður út frá öllum samsætum súrefnis. Núverandi skilgreining hefur hins vegar verið við lýði síðan 1961 eftir yfirlýsingu þess efnis frá Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta eðlisfræði (IUPAP) og sams konar samtaka í efnafræði (IUPAC). Tengsl milli núverandi skilgreiningar og þeirrar gömlu er eftirfarandi:

\[1 u = 1,0003179 amu (IUPAP) = 1,000043 amu (IUPAC)\] Strangt til tekið á atomic mass unit og eining þess amu við um skilgreininguna fyrir 1961 og unified atom mass unit og eining þess u við skilgreininguna eftir 1961. Einingarnar amu og u eru þó oft báðar notaðar í dag og eiga þá við um núverandi skilgreiningu.

Heimildir:

Mynd:

...