Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electrons), sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn er svo samsettur úr jákvætt hlöðnum róteindum (e. protons) og óhlöðnum nifteindum (e. neutrons).Hvert frumefni samanstendur af frumeindum með sama fjölda róteinda á meðan fjöldi nifteindanna getur verið breytilegur; tölum við þá um samsætur (e. isotopes). Hin mismunandi frumefni innihalda hins vegar ólíkan fjölda róteinda. Þannig inniheldur kolefni ávallt 6 róteindir á meðan köfnunarefni inniheldur 7. Kolefni kemur fyrir í þremur samsætum í náttúrunni með 6, 7 eða 8 nifteindir á meðan tvær samsætur eru til af köfnunarefni með 7 og 8 nifteindir.
massatala = fjöldi róteinda + fjöldi nifteindaog
sætistala = fjöldi róteindaAf þessu leiðir að
fjöldi nifteinda = massatala - sætistalaÞannig ætti kolefni með massatöluna 12 að hafa 6 nifteindir því sætistala kolefnis er 6:
fjöldi nifteinda = 12 - 6 = 6Kolefni með massatöluna 13 hefur þá 7 nifteindir:
fjöldi nifteinda = 13 - 6 = 7Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver er munurinn á frumefni og frumeind? eftir Emelíu Eiríksdóttur
- Hvað heita öll frumefnin? eftir Emelíu Eiríksdóttur
- Hvað eru samsætur? eftir Ágúst Kvaran
- Samsætur frumefna - Skoðað 25.05.11
- IUPAC Periodic Table - 1May13. (Sótt 26.08.2014)