Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómetrar.
Eftir sex ára rannsóknir og mælingar var tilkynnt að metrinn væri 39,37008 tommur. Árið 1875 var metranum gefin stálstöng sem geymd er í rannsóknastöð í Sèvres, nálægt París. Þessi stöng var skilgreiningarstöng fyrir metra – lengd hennar var hinn upphaflegi og endanlegi metri. Árið 1960 var metrinn endurskilgreindur sem 1.650.763,73 bylgjulengdir appelsínurauðu línunnar í litrófi krypton-86. 1983 vék sú skilgreining loks fyrir þeirri sem enn stendur: Metrinn er sú vegalengd sem ljós í lofttæmi ferðast á 1/299.792.458 sekúndu.
Metrinn hefur vitaskuld haldist nokkurn veginn jafnlangur gegnum skilgreiningarsögu sína og ummál jarðar um pólana er enn um það bil 40.000 kílómetrar. En jörðin er eilítið gildari um sig miðja; ummál um miðbaug er um 40.074 kílómetrar.
Sjá einnig svar Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni: Hvernig fann Eratosþenes ummál jarðar svo nákvæmlega meira en 200 árum fyrir Krist?
Heimild: Britannica.com
HMH. „Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?“ Vísindavefurinn, 10. október 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=986.
HMH. (2000, 10. október). Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=986
HMH. „Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=986>.