Að auki verður endurröðun (litningavíxl) innan litninga, sem eykur enn á fjölbreytileikann. Því er mjög ólíklegt að afkvæmi eineggja tvíburabræðra með eineggja tvíbura systrum verði erfðafræðilega eins. Skyldleiki barnanna verður hins vegar meiri en gengur og gerist hjá einstaklingum í annarri kynslóð. Þau verða jafn skyld og venjuleg systkini. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Eru eineggja tvíburar með nákvæmlega eins erfðaefni? eftir Guðmund Eggertsson
- Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi? eftir ÞV
- myLifetime.com. Sótt 24. 1. 2011.