Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 322 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?

Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettio...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?

Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum. Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, ste...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar flík er mussa og hvaðan er orðið komið?

Orðið mussa merkir annars vegar ‛tvíhneppt ytri flík karlmanns’ en hins vegar ‛heil víð (bómullar)skyrta’. Í elsta máli var um að ræða einhvers konar skyrtu sem höfð var undir brynju eða pansara. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?

Sögnin að djamma og nafnorðið djamm eru ung tökuorð úr ensku jam. Bæði orðin hafa verið aðlöguð íslenskum rithætti og framburði. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld og er ekki ólíklegt að orðin hafi komist inn í íslenskt talmál á stríðsárunum. Í Íslenskri orðabók (2002:217) eru bæði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?

Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?

Ég hef sjálf lent í því að rugla saman orðunum apótek og bakarí, og óformleg leit á Google virðist staðfesta að ruglingurinn er nokkuð algengur. Ég er viss um að rannsóknir hafa aldrei farið fram á þessu máli svo eftirfarandi svar er frekar vangavelta en algildur sannleikur. Mannshugurinn virðist þannig gerður ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast svartar harðspjalda bækur með rauðum hornum kínakladdar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Afhverju kallast kínakladdi, kínakladdi? Þ.e. svörtu harðspjalda bækurnar með rauðu hornunum og línustrikuðum blaðsíðum? Skýringin á nafninu kínakladdi mun vera sú að þessar harðspjalda, línustrikuðu minnisbækur, svartar að lit með rauðum kili og rauðum hornum, fluttust...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?

Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig springa menn á limminu?

Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðið rassía og hvernig tengist það íslamstrú?

Uppurunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er rassía? Jihad átti að hafa þróast út frá hugtakinu „Rassía“ sem hefur einhver í tengsl við ættbálkastríðin á Arabíuskaga fyrir komu íslam. Hvað merkir þetta orð og hvernig var það notað? Orðið rassía í íslensku nútímamáli er yfirleitt notað um einhvers konar skyn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti ChatGPT verið íslenskt orð?

Í nokkur ár hafa bæði Árnastofnun og hlustendur Ríkisútvarpsins valið orð ársins á Íslandi og byggt á mismunandi forsendum. Árið 2023 varð gervigreind fyrir valinu hjá báðum aðilum. Sambærilegt val fer fram víða erlendis en á mismunandi forsendum eftir löndum – sums staðar kjósa málnotendur orðið, annars staðar er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?

Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið "slagari" komið?

Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu. Orðið slagari varð fyrst til...

Fleiri niðurstöður