Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleirtölu er caetera. Skammstöfunin varð mikið notuð í ýmsum málum og framburðurinn leiddi til þess að -ae- var skrifað -e-. Ýmist er þá skrifað fullum stöfum et cetera eða skammstafað etc.
Skammstöfunin et al. er notuð um tvennt. Annars vegar í merkingunni 'og aðrir, og fleiri' og liggur þá að baki í latínu et alii, alius merkir 'annar'. Hins vegar í merkingunni 'og annars staðar, og víðar' og þá liggur að baki latneska orðið alibi 'annars staðar'.
Rithætti skammstafananna ræður fyrst og fremst hefð. Orðið hefur ofan á að rita etc. í einu orði en et al. í tveimur og hefur máltilfinningin sjálfsagt haft þar eitthvað að segja og sömuleiðis að í þeim málum sem tekið hafa upp þessar skammstafanir eru þær tökuorð sem fengin eru að láni í heilu lagi. Það hefur hjálpað til við samræmda notkun.
Guðrún Kvaran. „Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6744.
Guðrún Kvaran. (2007, 7. ágúst). Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6744
Guðrún Kvaran. „Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6744>.