Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1301 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um. Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Ö...

category-iconLandafræði

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir orðið Evrópa?

Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trú...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hríðarbylur?

Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu ver...

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?

Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...

category-iconVerkfræði og tækni

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?

Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sighvatur Þórðarson?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?

Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...

category-iconSálfræði

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsókn...

category-iconJarðvísindi

Hvenær myndast helluhraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Helluhraunbreiður myndast að jafnaði í mörgum hraunflóðum, þar sem hvert þeirra er mótað úr fjölda hraunsepa (sjá skýringarmynd). Slíkar hraunbreiður myndast í hraungosum, hvort heldur frá sprungum eða hringlaga gosrás, þar sem framleiðnin er hl...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?

Georg Brandes var danskur bókmenntagagnrýnandi og fræðimaður en hans er sérstaklega minnst sem boðbera raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum. Hafði hann meðal annars mikil áhrif á hóp íslenska rithöfunda og skálda á síðustu áratugum nítjándu aldar. Brandes, sem var gyðingur, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1842...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?

Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

Fleiri niðurstöður