Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 260 svör fundust
Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?
Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Hvað er bundið mál?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekk...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum? Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grí...
Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?
Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru tvær heimildir um málsháttinn á misjöfnu þrífast/dafna börnin best, báðar frá 19. öld en málshátturinn þekkist vel enn í dag. Í málsháttasafni Jóns G. Friðjónssonar (2014:38 (undir barn)) er merkingin sögð ‘börn dafna best ef þau þurfa að þola blítt og strítt/gott og slæmt’. J...
Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?
Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri...
Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?
Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...
Hver fann Danmörku?
Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...
Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...
Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin?
Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni. Fyrstu kristnu söfnuðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs skeyttu ekki mikið um þetta atriði. Hjá þeim var fæðing til jarðlífsins lítils virði. Skírnin var þeim mun mikilvægari og þó einkum dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilí...
Hvers vegna klæjar mann?
Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...
Hvers vegna grátum við?
Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...
Hvert er hæsta fjall Vesturlands?
Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt. Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um m...
Hvað er þyngra en tárum taki?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu? Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala dom...