Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8359 svör fundust
Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?
Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér fyrir neðan inniheldur nokkrar upplýsingar um þær og einnig um dvergreikistjörnuna (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum. massi (kg)þvermál (km)eðlismassi (kg/L) Merkúríus3,302∙10234.879 km5...
Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?
Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...
Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?
Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjö...
Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun?
Fjöldi uppraðana í talnarunu í tugakerfinu er alltaf talan 10 í veldinu n, þar sem n táknar fjölda tölustafa í talnarununni. Leyninúmer (PIN-númer) sem notuð eru í bankaviðskiptum hér á landi eru fjórir tölustafir sem hver getur verið frá 0-9. Fjöldi mismunandi leyninúmera er því:104 = 10 ∙ 10 ∙ 10...
Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?
Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka sa...
Hvernig verða fjöllin til?
Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöf...
Hvers vegna er slétt tala tvö orð en oddatala eitt orð?
Spurningin í fullri lengd var: Hvers vegna skrifar maður slétt tala í tveimur orðum en oddatala í einu orði? Slétt tala ‚heil tala sem 2 gengur upp í‘ og oddatala ‚heil tala sem 2 gengur ekki upp í‘ eru þekkt hugtök í stærðfræði. Fyrra hugtakið er orðasamband í íslensku og því ritað í tvennu lagi en hið síð...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?
Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það. Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. H...
Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?
Talið er að hörpudiskur (Chlamys islandica) geti orðið yfir 20 ára gamall hér við land og er hann þá orðinn um 12-14 cm á hæð (breidd disksins). Hörpudiskurinn verður kynþroska við 3-4 ára aldur og er hann þá um 3,5-4 cm. Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskil...
Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?
Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu: Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sam...
Hvað hafði megalodon margar tennur?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...
Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?
Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...
Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?
Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...
Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?
Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...
Hvað er Talmúð?
Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...