Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?

Jón Már Halldórsson

Talið er að hörpudiskur (Chlamys islandica) geti orðið yfir 20 ára gamall hér við land og er hann þá orðinn um 12-14 cm á hæð (breidd disksins). Hörpudiskurinn verður kynþroska við 3-4 ára aldur og er hann þá um 3,5-4 cm.

Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskilinni. Heimkynni hans eru fyrst og fremst í hörðum malarbotni eða grófum skeljasandsbotni þar sem hann grefur sig niður. Hann hefur fundist á 200-300 metra dýpi en algengast er þó að hann haldi sig á um það bil 20-50 metra dýpi.



Hörpudiskur (Chlamys islandica).

Rannsóknir á hörpudiskum benda til þess að sé frekar staðbundnir og færi sig lítið um set. Þeir geta þó synt nokkra metra í senn með því að opna og loka skeljunum snögglega. Hörpudiskar geta lifað nokkuð þétt og þar sem umhverfisskilyrði eru hagstæð hafa fundist yfir 100 einstaklingar á fermetra eða á bilinu 5-6 kg.

Hörpudiskurinn síar fæðu sína úr sjónum í gegnum tálknin. Fæðan samanstendur einkum af plöntusvifi og örsmáum lífrænum ögnum. Þau dýr sem leggja sér hörpudisk til munns eru aðallega botnlægir sjávarhryggleysingjar, eins og krossfiskur, beitukóngur, trjónukrabbi og svo æðarfugl. Vitað er að fiskar, svo sem steinbítur og þorskur, éta einnig hörpudisk.

Veiðisvæði við Ísland árin 1997–2002. Dekkstu svæðin sýna mestan afla (tonn/sjm2).

Þó hörpudiskur finnist í flestum landshlutum er hann langalgengastur í Breiðafirðinum og hefur hann því mest verið veiddur þar. Yfirstandandi fiskveiðiár er hins vegar fimmta fiskveiðiárið í röð sem engar veiðar á hörpudiski eru leyfðar hér við land vegna bágborins ástands stofnsins. Þess má geta að á árunum 1996 til 2000 var heildaraflinn hér við land að jafnaði um 9.600 tonn, þar af 8.600 tonn úr Breiðafirði. Önnur mikilvæg veiðisvæði hörpudisks eru í sunnanverðum Faxaflóa, Húnaflóa og undan Ströndum.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.4.2008

Síðast uppfært

25.6.2018

Spyrjandi

Erla Sigurjónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7347.

Jón Már Halldórsson. (2008, 14. apríl). Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7347

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7347>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?
Talið er að hörpudiskur (Chlamys islandica) geti orðið yfir 20 ára gamall hér við land og er hann þá orðinn um 12-14 cm á hæð (breidd disksins). Hörpudiskurinn verður kynþroska við 3-4 ára aldur og er hann þá um 3,5-4 cm.

Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskilinni. Heimkynni hans eru fyrst og fremst í hörðum malarbotni eða grófum skeljasandsbotni þar sem hann grefur sig niður. Hann hefur fundist á 200-300 metra dýpi en algengast er þó að hann haldi sig á um það bil 20-50 metra dýpi.



Hörpudiskur (Chlamys islandica).

Rannsóknir á hörpudiskum benda til þess að sé frekar staðbundnir og færi sig lítið um set. Þeir geta þó synt nokkra metra í senn með því að opna og loka skeljunum snögglega. Hörpudiskar geta lifað nokkuð þétt og þar sem umhverfisskilyrði eru hagstæð hafa fundist yfir 100 einstaklingar á fermetra eða á bilinu 5-6 kg.

Hörpudiskurinn síar fæðu sína úr sjónum í gegnum tálknin. Fæðan samanstendur einkum af plöntusvifi og örsmáum lífrænum ögnum. Þau dýr sem leggja sér hörpudisk til munns eru aðallega botnlægir sjávarhryggleysingjar, eins og krossfiskur, beitukóngur, trjónukrabbi og svo æðarfugl. Vitað er að fiskar, svo sem steinbítur og þorskur, éta einnig hörpudisk.

Veiðisvæði við Ísland árin 1997–2002. Dekkstu svæðin sýna mestan afla (tonn/sjm2).

Þó hörpudiskur finnist í flestum landshlutum er hann langalgengastur í Breiðafirðinum og hefur hann því mest verið veiddur þar. Yfirstandandi fiskveiðiár er hins vegar fimmta fiskveiðiárið í röð sem engar veiðar á hörpudiski eru leyfðar hér við land vegna bágborins ástands stofnsins. Þess má geta að á árunum 1996 til 2000 var heildaraflinn hér við land að jafnaði um 9.600 tonn, þar af 8.600 tonn úr Breiðafirði. Önnur mikilvæg veiðisvæði hörpudisks eru í sunnanverðum Faxaflóa, Húnaflóa og undan Ströndum.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:

...