Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 529 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir gullernir eftir í heiminum?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvað eru gullernir stórir? Gullörninn (Aquila chrysaetos) er meðal kunnustu stórarna heimsins enda er hann mjög útbreiddur. Heimkynni hans ná yfir stóran hluta Evrasíu en gullernir finnast einnig í Norður-Afríku og í Norður-Ameríku, aðallega í vesturhluta álfunnar, frá Alaska ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar búa dvergmörgæsir?

Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'. Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa ...

category-iconNæringarfræði

Er appelsínusafi óhollari en gos?

Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn. Gosdrykkir og svaladrykkir Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar. Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?

Tosa inu (einnig kallað japanskur mastiff) er afbrigði sem upphaflega var ræktað sem bardagahundar í Tosa-héraði (sem í dag nefnist Köchi) á japönsku eyjunni Shikoku. Afbrigðið er frekar sjaldgæft en þetta eru einu hundarnir sem löglegt er að nota í hundaati í Japan í dag. Talið er að þetta ræktunarafbrigði haf...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju fljóta hlutir?

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?

Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir. Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsta flugvél í heiminum?

Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti api í heimi?

Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?

Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?

Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar. Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur. Vatnsmelón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?

Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er TNT og hvernig virkar það?

TNT er skammstöfun á efninu 2,4,6-trínítrótolúen en efnabyggingu þess má sjá hér fyrir neðan. TNT er fölgult og lyktarlaust fast efni með bræðslumark 80°C og suðumark 240°C. TNT er best þekkt sem sprengiefni. Það finnst ekki í náttúrunni en var fyrst búið til árið 1863 af þýska efnafræðingnum Julius Wilbrand (1839...

category-iconFöstudagssvar

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?

Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið. Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til...

Fleiri niðurstöður