Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa og draga nafn sitt af því. Þær eru rúmir 40 cm á lengd, vega um 1 kg og verða að meðaltali 6 ára. Til samanburðar má nefna að keisaramörgæsir sem verða öllum mörgæsum stærri geta orðið allt að 120 cm á hæð og vega á bilinu 21-40 kg. Keisaramörgæsir ná líka mun hærri aldri og geta orðið yfir 20 ára gamlar. Það er talið að ein milljón dvergmörgæsa séu í heiminum eða um 500.000 pör af þeim. Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um mörgæsir, til dæmis:
- Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?
- Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
- Eru mörgæsir með kalt blóð?
- Hver er fæða mörgæsa?
- Little Penguin á Wikipedia
- Little (Blue or Fairy) Penguin á International Penguin Conservation Work Group
- Mynd: Little Blue Penguin (Eudyptula minor) -group at Adelaide Zoo.jpg á Wikimedia Commons. Ljósmyndari: Tanya Dropbear. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 leyfi
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.