Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Jón Már Halldórsson

Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru:
  1. Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae)

    Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyjum. Talið er að heildarstofnstærðin sé um 2,5 milljónir para.
  2. Gleraugna-mörgæsin (Spheniscus demersus)

    Deilur hafa verið um hvort hér sé um eina eða tvær tegundir að ræða en líffræðingar hallast nú að því að hér sé ein tegund á ferð. Hún verpir aðallega við strendur Namibíu og Suður-Afríku. Þetta er eina tegundin sem á heimkynni við strendur Afríku. Stofnstærð 70 þúsund pör.
  3. Hettumörgæs (e. chinstrap penguin, Pygoscelis antarctica)

    Lifir á Suðurheimskautinu, Falklandseyjum, Bouvereyju og nokkrum öðrum eyjum á Suður-Atlantshafi. Heildarstofnstærðin er um 7,5 milljónir para.
  4. Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri)

    Verpir á Suðurheimskautslandinu. Varpstofn um 220 þúsund pör.



  5. Kambmörgæs (e. erect-crested penguin, Eudyptes sclateri)

    Varpsvæði eru smáeyjar suður af Nýja-Sjálandi. Varpstofninn um 170 þúsund pör.
  6. Skúfmörgæs (Eudyptes pachyrhynchus)

    Verpir á Suðurey, stærstu eyju Nýja-Sjálands. Varpstofninn er aðeins 3.000 pör.
  7. Galapagosmörgæs (dropa-) (Spheniscus mendiculus)

    Verpir á Galapagoseyjum í Kyrrahafi eins og nafnið gefur til kynna. Varpstofninn telur einungis innan við 1.000 pör.
  8. Asnamörgæs (Pygoscelis papua)

    Þessi smávaxna mörgæs verpir á fjölmörgum eyjum undan ströndum Suðurheimskautslandsins. Varpstofninn er um 300 þúsund pör.
  9. Humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti)

    Verpir við strendur Norður-Síle og Perú í Suður Ameríku. Varpstofninn er um 12 þúsund pör.
  10. Konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus)

    Verpir á eftirtöldum eyjum: Marion, Prince Edward, Crozet, Kerguelen og Heard í Suður-Indlandshafi, Macquarie í Suður-Kyrrahafi, South Georgia og Falklandseyjum sem eru á Suður-Atlantshafi. Varpstofninn er um 2 milljónir fugla.
  11. Dvergmörgæsin (Eudyptula minor)

    Þessi sérstaka mörgæs fær nafn sitt af smáum vexti (43 cm á lengd) og bláum lit. Hún verpir við strendur Nýja-Sjálands og telur varpstofninn um 500 þúsund fugla.
  12. Klappamörgæs (Eudyptes chrysolophus)

    Geysilega útbreidd tegund, verpir meðal annars á South Georgia, South Sandwich, Suður-Orkneyjum, Suður-Shetlandseyjum, Bouvet, Prince Edward, Marion, Crozet, Kerguelen, Heard, Falklandseyjum, í Síle, Argentínu og á Suðurheimskautslandinu. Varpstofninn er einnig geysistór, eða 9 milljón pör.
  13. Magellanmörgæs (Spheniscus magellanicus)

    Verpir við strendur Suður-Ameríku, aðallega syðst á Eldlandi á svæði sem tilheyrir bæði Síle og Argentínu, og einnig á Falklandseyjum. Varpstofninn telur um 1,6 milljón pör.
  14. Klettahoppari (e. rockhopper, Eudyptes chrysocome)

    Samanstendur af þremur aðskildum deilitegundum sem finnast víða á Suðurhöfum og við Suður- Ameríku. Heildarvarpstofn þessarar tegundar er um 1,8 milljón pör.



  15. Látramörgæs (e. royal penguin, Eudyptes schlegeli)

    Finnst aðallega á Macquarieeyju. Varpstofninn er um 850 þúsund fuglar.
  16. Snörumörgæs (Eudyptes robustus)

    Verpir við Nýja-Sjáland og Snörueyju (Snares Island). Varpstofninn er um 30 þúsund fuglar.
  17. Gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes)

    Verpir við Nýja-Sjáland. Varpstofninn telur aðeins 1.500 fugla.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.3.2003

Spyrjandi

Sigríður María Kristinsdóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3295.

Jón Már Halldórsson. (2003, 31. mars). Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3295

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3295>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?
Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru:

  1. Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae)

    Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyjum. Talið er að heildarstofnstærðin sé um 2,5 milljónir para.
  2. Gleraugna-mörgæsin (Spheniscus demersus)

    Deilur hafa verið um hvort hér sé um eina eða tvær tegundir að ræða en líffræðingar hallast nú að því að hér sé ein tegund á ferð. Hún verpir aðallega við strendur Namibíu og Suður-Afríku. Þetta er eina tegundin sem á heimkynni við strendur Afríku. Stofnstærð 70 þúsund pör.
  3. Hettumörgæs (e. chinstrap penguin, Pygoscelis antarctica)

    Lifir á Suðurheimskautinu, Falklandseyjum, Bouvereyju og nokkrum öðrum eyjum á Suður-Atlantshafi. Heildarstofnstærðin er um 7,5 milljónir para.
  4. Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri)

    Verpir á Suðurheimskautslandinu. Varpstofn um 220 þúsund pör.



  5. Kambmörgæs (e. erect-crested penguin, Eudyptes sclateri)

    Varpsvæði eru smáeyjar suður af Nýja-Sjálandi. Varpstofninn um 170 þúsund pör.
  6. Skúfmörgæs (Eudyptes pachyrhynchus)

    Verpir á Suðurey, stærstu eyju Nýja-Sjálands. Varpstofninn er aðeins 3.000 pör.
  7. Galapagosmörgæs (dropa-) (Spheniscus mendiculus)

    Verpir á Galapagoseyjum í Kyrrahafi eins og nafnið gefur til kynna. Varpstofninn telur einungis innan við 1.000 pör.
  8. Asnamörgæs (Pygoscelis papua)

    Þessi smávaxna mörgæs verpir á fjölmörgum eyjum undan ströndum Suðurheimskautslandsins. Varpstofninn er um 300 þúsund pör.
  9. Humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti)

    Verpir við strendur Norður-Síle og Perú í Suður Ameríku. Varpstofninn er um 12 þúsund pör.
  10. Konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus)

    Verpir á eftirtöldum eyjum: Marion, Prince Edward, Crozet, Kerguelen og Heard í Suður-Indlandshafi, Macquarie í Suður-Kyrrahafi, South Georgia og Falklandseyjum sem eru á Suður-Atlantshafi. Varpstofninn er um 2 milljónir fugla.
  11. Dvergmörgæsin (Eudyptula minor)

    Þessi sérstaka mörgæs fær nafn sitt af smáum vexti (43 cm á lengd) og bláum lit. Hún verpir við strendur Nýja-Sjálands og telur varpstofninn um 500 þúsund fugla.
  12. Klappamörgæs (Eudyptes chrysolophus)

    Geysilega útbreidd tegund, verpir meðal annars á South Georgia, South Sandwich, Suður-Orkneyjum, Suður-Shetlandseyjum, Bouvet, Prince Edward, Marion, Crozet, Kerguelen, Heard, Falklandseyjum, í Síle, Argentínu og á Suðurheimskautslandinu. Varpstofninn er einnig geysistór, eða 9 milljón pör.
  13. Magellanmörgæs (Spheniscus magellanicus)

    Verpir við strendur Suður-Ameríku, aðallega syðst á Eldlandi á svæði sem tilheyrir bæði Síle og Argentínu, og einnig á Falklandseyjum. Varpstofninn telur um 1,6 milljón pör.
  14. Klettahoppari (e. rockhopper, Eudyptes chrysocome)

    Samanstendur af þremur aðskildum deilitegundum sem finnast víða á Suðurhöfum og við Suður- Ameríku. Heildarvarpstofn þessarar tegundar er um 1,8 milljón pör.



  15. Látramörgæs (e. royal penguin, Eudyptes schlegeli)

    Finnst aðallega á Macquarieeyju. Varpstofninn er um 850 þúsund fuglar.
  16. Snörumörgæs (Eudyptes robustus)

    Verpir við Nýja-Sjáland og Snörueyju (Snares Island). Varpstofninn er um 30 þúsund fuglar.
  17. Gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes)

    Verpir við Nýja-Sjáland. Varpstofninn telur aðeins 1.500 fugla.

Heimildir og myndir:...