Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru mörgæsir með kalt blóð?

Jón Már Halldórsson

Í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar miklar. Líkamshiti þeirra getur farið upp í 40°C og niður í fáeinar gráður.

Mörgæsir (Spheniscidae) hafa jafnheitt blóð.

Það væri erfitt fyrir mörgæsir að lifa á jafn köldu svæði og Suðurskautslandinu ef þær væru með misheitt blóð.

Tveir flokkar hryggdýra, fuglar (aves) og spendýr (mammalia), hafa þróað með sér hitastillikerfi sem gerir þeim mögulegt að halda nokkurn veginn jöfnum líkamshita þrátt fyrir miklar hitasveiflur í umhverfinu. Þessi eiginleiki er meðal þess sem gerir mörgæsum kleift að lifa á köldustu svæðum heims svo sem á Suðurskautslandinu.

Efnaskiptahraði jafnheitra dýra er mun hraðari eftir því sem kaldara er í veðri. Þetta er sambærilegt við það að þegar kólnar í veðri aukum við kyndingu húsa.

Margfalt fleiri dýrategundir eru misheitar en jafnheitar. Meðal annars eru hinir þrír af fimm flokkum hryggdýra misheitir, það eru skriðdýr, froskdýr og fiskar. Sama er að segja um alla hryggleysingja en þeir teljast sjálfsagt meira en 98% allra dýra á jörðinni.

Á Vísindavefnum eru mörg fleiri svör sem fjalla um mörgæsir, til dæmis:

Mynd: Penguin á Wikipedia. Myndin er birt undir GNU Free Documentation leyfi. Sótt 22. 10. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.10.2008

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Sólrún Silja Rúnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir með kalt blóð?“ Vísindavefurinn, 23. október 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49147.

Jón Már Halldórsson. (2008, 23. október). Eru mörgæsir með kalt blóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49147

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir með kalt blóð?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49147>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru mörgæsir með kalt blóð?
Í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar miklar. Líkamshiti þeirra getur farið upp í 40°C og niður í fáeinar gráður.

Mörgæsir (Spheniscidae) hafa jafnheitt blóð.

Það væri erfitt fyrir mörgæsir að lifa á jafn köldu svæði og Suðurskautslandinu ef þær væru með misheitt blóð.

Tveir flokkar hryggdýra, fuglar (aves) og spendýr (mammalia), hafa þróað með sér hitastillikerfi sem gerir þeim mögulegt að halda nokkurn veginn jöfnum líkamshita þrátt fyrir miklar hitasveiflur í umhverfinu. Þessi eiginleiki er meðal þess sem gerir mörgæsum kleift að lifa á köldustu svæðum heims svo sem á Suðurskautslandinu.

Efnaskiptahraði jafnheitra dýra er mun hraðari eftir því sem kaldara er í veðri. Þetta er sambærilegt við það að þegar kólnar í veðri aukum við kyndingu húsa.

Margfalt fleiri dýrategundir eru misheitar en jafnheitar. Meðal annars eru hinir þrír af fimm flokkum hryggdýra misheitir, það eru skriðdýr, froskdýr og fiskar. Sama er að segja um alla hryggleysingja en þeir teljast sjálfsagt meira en 98% allra dýra á jörðinni.

Á Vísindavefnum eru mörg fleiri svör sem fjalla um mörgæsir, til dæmis:

Mynd: Penguin á Wikipedia. Myndin er birt undir GNU Free Documentation leyfi. Sótt 22. 10. 2008....