Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til fleyg mörgæsategund?

Jón Már Halldórsson

Mörgæsir eru af flokki fugla sem nefnist á latínu Sphenisciformes, og tilheyra ættinni Spheniscidae. Ættin telur alls 17 tegundir og lifa þær allar á suðurhveli jarðar. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa tapað hæfileikanum til að fljúga, en flestar tegundirnar lifa á mjög afskekktum eyjum í suðurhöfum þar sem engin hætta stafar af rándýrum á landi. Helstu óvinir mörgæsa eru hinsvegar ýmis sjávardýr eins og hlébarðaselurinn, háhyrningar eða sæljón.




Mörgæsir hafa þróað með sér ákaflega mikla færni til sunds. Segja má að þróunin hafi beint þeim í átt að hafinu líkt og um sjávardýr væri að ræða. Mörgæsir eru straumlínulaga og vængir þeirra líkjast meira hreifum og bægslum sjávarspendýra heldur en vængjum annarra fugla.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.1.2003

Spyrjandi

Níels Árni

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til fleyg mörgæsategund?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3035.

Jón Már Halldórsson. (2003, 22. janúar). Er til fleyg mörgæsategund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3035

Jón Már Halldórsson. „Er til fleyg mörgæsategund?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til fleyg mörgæsategund?
Mörgæsir eru af flokki fugla sem nefnist á latínu Sphenisciformes, og tilheyra ættinni Spheniscidae. Ættin telur alls 17 tegundir og lifa þær allar á suðurhveli jarðar. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa tapað hæfileikanum til að fljúga, en flestar tegundirnar lifa á mjög afskekktum eyjum í suðurhöfum þar sem engin hætta stafar af rándýrum á landi. Helstu óvinir mörgæsa eru hinsvegar ýmis sjávardýr eins og hlébarðaselurinn, háhyrningar eða sæljón.




Mörgæsir hafa þróað með sér ákaflega mikla færni til sunds. Segja má að þróunin hafi beint þeim í átt að hafinu líkt og um sjávardýr væri að ræða. Mörgæsir eru straumlínulaga og vængir þeirra líkjast meira hreifum og bægslum sjávarspendýra heldur en vængjum annarra fugla.

Mynd:

...