Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna:
Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lögmáli Keplers. Lögmálið gefur samanlagðan massa reikistjörnu og viðkomandi tungls, en massi tunglsins er venjulega hverfandi lítill þáttur í summunni.Massi jarðar var upphaflega reiknaður út frá þyngdarlögmáli Newtons, F = GmM/r2, sem lýsir aðdráttarkraftinum, F, milli tveggja massa, m og M, í fjarlægðinni r hvor frá öðrum. G er þyngdarstuðullinn, hlutfallstala sem Henry Cavendish ákvarðaði árið 1798 (G = 6,67 x 10-11 m3/(kg s2)). Ennfremur er notað annað lögmál Newtons, F = ma, sem lýsir þeim krafti sem beita þarf á massa m til að valda hröðuninni a. Galíleó ákvarðaði þyngdarhröðunina sem aðdráttarafl jarðar veldur, 9,8 m/s2, en Grikkinn Eratoþenes mældi fyrstur geisla (radíus) jarðar, r, um 230 f. Kr. (r = 6,4 x106 m). Útreikningurinn er eftirfarandi:
- F = GmM/r2 = ma, þar sem M er massi jarðar, m massi einhvers hlutar nærri yfirborði jarðar og r geisli (radíus) jarðar.
- „m“ styttist út þannig að M = ar2/G = 9,8m/s2 x (6,4 x 106)2 / 6,67 x 10-11m3/(kg s2) = 6,0 x 1024kg.
- Hvað er jörðin þung? eftir ÖJ
- Er maður þyngri á Jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars? eftir SHB
- Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? eftir JGÞ og ÞV
- Hversu langt frá jörðu er þyngdarleysi? eftir Þorstein Vilhjálmsson