Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 815 svör fundust
Lifa kameljón í eyðimörkinni?
Já, kameljón finnast í eyðimörkum. Heimkynni tegundarinnar Chamaeleo calyptratus, á ensku ‘veiled chameleon’, eða blæjukameljón eins og mætti kalla hana, er í Jemen og suðurhluta Sádi-Arabíu. Í augum flestra tegunda kameljóna er eyðimörkin þó ekki kjörstaður því fætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til að klifr...
Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?
Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fun...
Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?
Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harð...
Hversu þungur er apaheili?
Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir. Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar...
Hvaðan er orðið "slagari" komið?
Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu. Orðið slagari varð fyrst til...
Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...
Er hægt að halda því fram að eitthvað sé fyndið og eitthvað annað sé það ekki?
Heimspekingar benda gjarnan á fyndni sem dæmigerðan eiginleika sem hlutir hafa aðeins í krafti þess sem er í auga sjáandans, sem má kannski líka kalla huglægan eiginleika. Þannig er oftast litið svo á að brandari sé fyndinn ef og aðeins ef einhverjum finnst hann fyndinn, alveg eins og matur er brag...
Hvernig fjölga ljón sér?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...
Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?
Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...
Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?
Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan. Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því ...
Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?
Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin. Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Rey...
Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?
Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í lo...
Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?
Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og t...
Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?
Til upprifjunar þá eru lífverur flokkaðar í fylkingu, svo flokk, þá ættbálk, ætt, ættkvísl og loks tegund. Dúfur, hænur og rjúpur eru allar sitt af hverri ættinni. Dúfur eru af ættinni columbidae sem mætti kalla dúfnaætt. Hænur (Gallus gallus domesticus) eru af ætt fasana (Phasianidae) og rjúpur (Lagopus muta) ...
Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir. Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. S...