Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?

Einar Örn Þorvaldsson

Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan.

Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því hve langt þær eru frá sólinni. Sólin heldur þeim á braut um sig með þyndaraflinu og á sama hátt halda reikistjörnurnar fylgitunglum sínum á braut um sig, ef þær hafa svoleiðis.


Þegar talað er um stjörnur í daglegu tali er oft átt við allar þær stjörnur sem sjást á næturhimninum. Það sem stjörnufræðingar kalla hins vegar stjörnur eru sólstjörnur, stórir gashnettir líkir sólinni okkar. Þær geta þó verið mikið stærri eða nokkuð minni en sólin okkar, sem er ósköp dæmigerð sólstjarna.


Mikið hefur verið ritað á Vísindavefnum um sólkerfið okkar, sólina og reikistjörnurnar. Áhugasömum lesendum er bent á leitarvélina okkar; þar má finna lengri og flóknari svör en þetta, sem er skrifað með aldur spyrjendanna í huga.

Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page


Hér var einnig svarað spurningunni
Er sólin stærsta stjarnan í sólkerfinu?

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.5.2002

Spyrjandi

Elín Olsen
Anna Ágústsdóttir

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2392.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 17. maí). Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2392

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2392>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?
Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan.

Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því hve langt þær eru frá sólinni. Sólin heldur þeim á braut um sig með þyndaraflinu og á sama hátt halda reikistjörnurnar fylgitunglum sínum á braut um sig, ef þær hafa svoleiðis.


Þegar talað er um stjörnur í daglegu tali er oft átt við allar þær stjörnur sem sjást á næturhimninum. Það sem stjörnufræðingar kalla hins vegar stjörnur eru sólstjörnur, stórir gashnettir líkir sólinni okkar. Þær geta þó verið mikið stærri eða nokkuð minni en sólin okkar, sem er ósköp dæmigerð sólstjarna.


Mikið hefur verið ritað á Vísindavefnum um sólkerfið okkar, sólina og reikistjörnurnar. Áhugasömum lesendum er bent á leitarvélina okkar; þar má finna lengri og flóknari svör en þetta, sem er skrifað með aldur spyrjendanna í huga.

Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page


Hér var einnig svarað spurningunni
Er sólin stærsta stjarnan í sólkerfinu?
...