Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?

Jón Már Halldórsson

Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin.

Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Reykjavík, til þess að læra að bjarga sér og afla sér fæðu með móður sína með sér til halds og traust. Slíkt hátterni kalla fuglafræðingar hreiðurfælni.

Hið sama gildir ekki um dúfur. Dúfur eru upprunalega bjargfuglar en hafa í seinni tíð fundið sér búsvæði í borgum þar sem þær verpa iðulega utan í byggingum sem eru ekkert annað en bjargir í augum dúfnanna. Dúfuungar halda til í hreiðrinu á meðan foreldrarnir bera ofan í þá fæðu. Þegar þeir verða fleygir fylgja þeir foreldrum sínum eða fara einir að leita sér að fæðu á götum og strætum borgarinnar þar sem lífsbaráttan tekur við.



Andarmamma með tvo unga sína á tjörn.

Myndin er fengin á vefsetrinu The office. com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.7.2002

Spyrjandi

Viðar Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2559.

Jón Már Halldórsson. (2002, 3. júlí). Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2559

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?
Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin.

Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Reykjavík, til þess að læra að bjarga sér og afla sér fæðu með móður sína með sér til halds og traust. Slíkt hátterni kalla fuglafræðingar hreiðurfælni.

Hið sama gildir ekki um dúfur. Dúfur eru upprunalega bjargfuglar en hafa í seinni tíð fundið sér búsvæði í borgum þar sem þær verpa iðulega utan í byggingum sem eru ekkert annað en bjargir í augum dúfnanna. Dúfuungar halda til í hreiðrinu á meðan foreldrarnir bera ofan í þá fæðu. Þegar þeir verða fleygir fylgja þeir foreldrum sínum eða fara einir að leita sér að fæðu á götum og strætum borgarinnar þar sem lífsbaráttan tekur við.



Andarmamma með tvo unga sína á tjörn.

Myndin er fengin á vefsetrinu The office. com

...