Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?

JMH

Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'.

Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmánalaga mynstur á vængjunum. Einnig hefur hringdúfan hvítan blett á hálsinum.


Hringdúfa á trjágrein í Fossvoginum.

Þess má geta að á Bretlandseyjum er hringdúfan kölluð 'wood pigeon' en það vísar til helsta búsvæðis hennar. Eldra heiti dúfunnar í ensku er hins vegar 'ring dove'.

Höfundur vill þakka Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.10.2007

Spyrjandi

Jón Baldursson

Tilvísun

JMH. „Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 4. október 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6830.

JMH. (2007, 4. október). Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6830

JMH. „Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6830>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'.

Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmánalaga mynstur á vængjunum. Einnig hefur hringdúfan hvítan blett á hálsinum.


Hringdúfa á trjágrein í Fossvoginum.

Þess má geta að á Bretlandseyjum er hringdúfan kölluð 'wood pigeon' en það vísar til helsta búsvæðis hennar. Eldra heiti dúfunnar í ensku er hins vegar 'ring dove'.

Höfundur vill þakka Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:...