Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 379 svör fundust
Hvort býður maður góðan dag eða góðan daginn?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort er rétt að segja Góðan Dag eða Góðan Daginn? Orðið dagur er nafnorð í karlkyni. Góður er lýsingarorð sem beygist sterkt með nafnorði án greinis en veikt með nafnorði með ákveðnum greini. Sterk beyging Veik beyging ...
Hvað eru Chandrasekhar-mörk?
Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar. Í stjörnum eins og sólinni okka...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona: Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru a...
Er sannað að greindarpróf verki?
Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...
Hvað er veðkall?
Veðkall er þýðing á enska heitinu 'margin call'. Hugtakið er meðal annars notað í verðbréfaviðskiptum þegar hlutabréf eru keypt með lánsfé að hluta og bréfin sett að veði fyrir láninu. Algengt er að sá sem veitir lánið krefjist þess að verðmæti bréfanna sem lögð eru að veði sé nokkru meira en upphæðin sem lánuð er...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?
Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...
Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?
Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...
Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?
Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...
Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna?
Svarið við fyrri spurningunni er nei sem sést af eftirfarandi skilgreiningu:Heil tala sem er stærri en einn kallast prímtala eða frumtala ef og aðeins ef engar aðrar heilar plústölur en 1 og talan sjálf ganga upp í henni.Þetta svarar hins vegar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvers vegna þessi skilgreining er ...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?
Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum. Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðabur...
Hvar eru appelsínur ræktaðar?
Í Brasilíu eru ræktaðar fleiri appelsínur en í öðrum löndum. Appelsínuuppskera Brasilíumanna árið 2007 var um 18,7 milljónir tonna eða rúmlega 29% af heimsframleiðslunni. Útflutningsverðmæti brasilíska appelsínuiðnaðarins var á því ári hvorki meira né minna en 3,3 milljarðar dollara sem jafngildir 406 milljörðum í...