Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?

JGÞ

Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist.

Á kortinu hér fyrir neðan sjást helstu demantanámur heims, en þær eru flestar í Afríku enda kemur næstum því helmingur allra demanta sem fundist hafa frá Mið- og Suður-Afríku. Einnig hefur fundist nokkuð magn af demöntum í Kanada, Indlandi, Rússlandi, Brasilíu og Ástralíu.



Helstu demantanámur heims fyrr og nú.

Demantar myndast í möttli jarðar, á 120-200 km dýpi. Þar getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting og hita á bilinu 900° – 1300°C geta atóm kolefnis raðast upp þannig að til verður demantur, sem er fast efni.

Heimildir og frekara lesefni:

Höfundur

Útgáfudagur

26.5.2009

Spyrjandi

María Haraldsdóttir, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52814.

JGÞ. (2009, 26. maí). Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52814

JGÞ. „Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52814>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?
Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist.

Á kortinu hér fyrir neðan sjást helstu demantanámur heims, en þær eru flestar í Afríku enda kemur næstum því helmingur allra demanta sem fundist hafa frá Mið- og Suður-Afríku. Einnig hefur fundist nokkuð magn af demöntum í Kanada, Indlandi, Rússlandi, Brasilíu og Ástralíu.



Helstu demantanámur heims fyrr og nú.

Demantar myndast í möttli jarðar, á 120-200 km dýpi. Þar getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting og hita á bilinu 900° – 1300°C geta atóm kolefnis raðast upp þannig að til verður demantur, sem er fast efni.

Heimildir og frekara lesefni:

...