Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru að berjast við sömu efnahagslegu áhrif af heimsfaraldrinum og við?Á þessu eru væntanlega fyrst og fremst tvær skýringar. Sú fyrri er að samdráttur útflutningstekna hefur verið nokkuð meiri hérlendis en víðast hvar annars staðar, vegna mikils vægis ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi. Sá afgangur sem verið hefur á viðskiptajöfnuði undanfarinn áratug eða svo hefur því sem næst horfið. Það ætti að öðru jöfnu að veikja gengi krónunnar. Þannig áætlar Hagstofa Íslands til dæmis nú í þjóðhagsspá sinni frá 1. október 2020 að viðskiptajöfnuður ársins í ár, 2020, verði jákvæður um sem samsvarar 1,8% af vergri landsframleiðslu en hafi verið 6% árið 2019.
- Þjóðhagsspá að vetri 2020 - Hagstofa Íslands. (Sótt 10.11.2020).
- File:COVID-19 testing tent at Rigshospitalet, Denmark.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 10.11.2020).