Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?

Gylfi Magnússon

Öll spurningin hljóðaði svona:
Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru að berjast við sömu efnahagslegu áhrif af heimsfaraldrinum og við?

Á þessu eru væntanlega fyrst og fremst tvær skýringar.

Sú fyrri er að samdráttur útflutningstekna hefur verið nokkuð meiri hérlendis en víðast hvar annars staðar, vegna mikils vægis ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi. Sá afgangur sem verið hefur á viðskiptajöfnuði undanfarinn áratug eða svo hefur því sem næst horfið. Það ætti að öðru jöfnu að veikja gengi krónunnar. Þannig áætlar Hagstofa Íslands til dæmis nú í þjóðhagsspá sinni frá 1. október 2020 að viðskiptajöfnuður ársins í ár, 2020, verði jákvæður um sem samsvarar 1,8% af vergri landsframleiðslu en hafi verið 6% árið 2019.

Tjald notað til sýnatöku vegna COVID-19 á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.

Sú síðari er að á miklum óvissutímum hafa fjárfestar tilhneigingu til að sækja í það sem þeir skynja sem öruggar eignir, til dæmis ríkisskuldabréf í dollurum, evrum eða jenum. Það getur kallað á veikingu smærri gjaldmiðla.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.11.2020

Spyrjandi

Rúnar Ingi Guðjónsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80500.

Gylfi Magnússon. (2020, 11. nóvember). Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80500

Gylfi Magnússon. „Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80500>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru að berjast við sömu efnahagslegu áhrif af heimsfaraldrinum og við?

Á þessu eru væntanlega fyrst og fremst tvær skýringar.

Sú fyrri er að samdráttur útflutningstekna hefur verið nokkuð meiri hérlendis en víðast hvar annars staðar, vegna mikils vægis ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi. Sá afgangur sem verið hefur á viðskiptajöfnuði undanfarinn áratug eða svo hefur því sem næst horfið. Það ætti að öðru jöfnu að veikja gengi krónunnar. Þannig áætlar Hagstofa Íslands til dæmis nú í þjóðhagsspá sinni frá 1. október 2020 að viðskiptajöfnuður ársins í ár, 2020, verði jákvæður um sem samsvarar 1,8% af vergri landsframleiðslu en hafi verið 6% árið 2019.

Tjald notað til sýnatöku vegna COVID-19 á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.

Sú síðari er að á miklum óvissutímum hafa fjárfestar tilhneigingu til að sækja í það sem þeir skynja sem öruggar eignir, til dæmis ríkisskuldabréf í dollurum, evrum eða jenum. Það getur kallað á veikingu smærri gjaldmiðla.

Frekara lesefni:

Mynd:...