Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?

Jón Már Halldórsson

Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ.

Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum gert því skóna að grameðlan hafi einungis verið hrædýr en þá má segja að öllum glæsibrag hafi verið svipt af þessu mikla dýri. Grameðlan er oft kölluð konungur risaeðlnanna á krítartímabili miðlífsaldar, enda ber hún heitið rex í fræðiheiti sínu sem merkir konungur á latínu.

Framlimir grameðlunnar voru kraftlitlir en kjafturinn á henni hrikalegur. Í skoltinum bar hún 50 til 60 oddhvassar, keilulaga tennur af mismunandi stærð, þær minnstu smáar en þær stærstu gátu verið allt að 22 cm á lengd! Algengt er að steingervingarfræðingar hafi fundið tennur úr grameðlu við steingerðar leifar stórra grasbíta. Grameðlan hefur þá misst þær á meðan hún reif hræið í sig, en nýjar tennur uxu í þeirra stað. Stærst slíkra tanna, sem að öllum líkindum komu úr grameðlu, reyndist vera 33 cm á lengd!



Nánar má lesa um grameðlur á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?


Mynd: Prehistoric Planetstore





Heimasíður um grameðluna fyrir áhugasama:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.4.2003

Spyrjandi

Helgi Gunnarsson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3377.

Jón Már Halldórsson. (2003, 30. apríl). Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3377

Jón Már Halldórsson. „Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?
Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ.

Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum gert því skóna að grameðlan hafi einungis verið hrædýr en þá má segja að öllum glæsibrag hafi verið svipt af þessu mikla dýri. Grameðlan er oft kölluð konungur risaeðlnanna á krítartímabili miðlífsaldar, enda ber hún heitið rex í fræðiheiti sínu sem merkir konungur á latínu.

Framlimir grameðlunnar voru kraftlitlir en kjafturinn á henni hrikalegur. Í skoltinum bar hún 50 til 60 oddhvassar, keilulaga tennur af mismunandi stærð, þær minnstu smáar en þær stærstu gátu verið allt að 22 cm á lengd! Algengt er að steingervingarfræðingar hafi fundið tennur úr grameðlu við steingerðar leifar stórra grasbíta. Grameðlan hefur þá misst þær á meðan hún reif hræið í sig, en nýjar tennur uxu í þeirra stað. Stærst slíkra tanna, sem að öllum líkindum komu úr grameðlu, reyndist vera 33 cm á lengd!



Nánar má lesa um grameðlur á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?


Mynd: Prehistoric Planetstore





Heimasíður um grameðluna fyrir áhugasama:...