Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 489 svör fundust
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?
Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar. Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er...
Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?
Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu. Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir ...
Eru Maríutásur tærnar á Maríu?
Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...
Hvernig urðu siðareglur til?
Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...
Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?
Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...
Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?
Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...
Er eitthvað til í því að morgunroði boði vætu en kvöldroði þurrk? Ef svo er, hvers vegna?
Gömul trú er að morgunroðinn væti en kvöldroðinn bæti og er þá þurrkur talinn til bóta. Erfitt er að leggja mat á hversu marktæk þessi regla er. Við hefðbundnar veðurathuganir er roði á himni ekki skráður, svo að leita þyrfti annarra heimilda eða gera sérstakar athuganir um nokkra hríð. Hugsanlega mætti met...
Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?
Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...
Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af? Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess ey...
Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?
Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þynginga...
Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?
Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín. Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsst...
Hvar liggur hundurinn grafinn?
Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana. Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þei...
Hvað er hægt að segja um líkindi í svokölluðum þriggja skelja leik?
Upphafleg spurning var:Hvers vegna haldast líkurnar 1/3 að maður velji rétta skel þegar stjórnandi í svokölluðum þriggja skelja leik lyftir upp annarri af þeim tveimur skeljum sem kúlan er ekki undir og leyfir manni að giska á þær tvær sem eftir eru. Breytir það þá ekki líkunum í 1/2 þó að stjórnandi viti alltaf u...
Hvers vegna er hægt að létta átak með blökkum? Er það hægt endalaust?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna léttist átak við að "dobla" það með blökkum? Er hægt að "dobla" átak endalaust þannig að hægt sé að lyfta 100 tonnum með annarri hendi, svo dæmi sé tekið?Áhaldið sem við köllum blökk, trissu eða skoruhjól (e. pulley) er gamalt. Líta má á það sem eins konar vogarstön...