Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 313 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...

category-iconLandafræði

Eru einhver fjöll á Bretlandi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvert er hæsta fjall á Bretlandi? Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Ex...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna að guð sé til?

Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...

category-iconStjórnmálafræði

Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?

Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er síðnýlendustefna?

Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...

category-iconVísindi almennt

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?

Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?

Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...

category-iconMannfræði

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa? Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hverju lifa leðurblökur?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Stórblökurnar nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats) en smáblökurnar sem ...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?

Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hen...

category-iconSálfræði

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?

Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?

Oddný Mjöll Arnardóttir er rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og dómari við Landsrétt. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar. Þá hafa viðfangsefni hennar öðrum þræði verið réttarheimspekileg auk þess sem hún hefur la...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?

Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...

Fleiri niðurstöður